Saturday, September 29, 2012

Á tveggja mánaða strák :D

Þá er litli kallinn minn orðin tveggja mánaða (vá hvað tímin líður hratt) og hann er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Nýjasta sportið, fyrir utan að slefa í lítra tali, er að naga á sér hendurnar en hann er sko að uppgötva ða hann sé með hendu það er alveg víst ;D. 
Við fölskyldan fórum í tilefni dagsins í ljósmyndatöku hjá litmynd sme var alveg hreint æðislegt en við vorum virkilega ánægð með myndirnar. Við fengum alveg geðveikar myndir af Salómon og Mola sama sem eru gjörsamlega ómetanlegar. 
Við fórum svo í heimsókn til  afa og ömmu á Aflagranda og svo til langaafa og langaömmu í Brúnastekk sem var nú heldur betur skemmtilegt ;D. 
Annars eigum við eina skemmtilega sögu frá deginum. Þannig er mál með vexti að ég var svo heppin að vera að taka vídeó mynd af Salómon Blæ og pabba hans. Davíð var að tala við hann og láta hann standa og fara í flugvél og allt rosalega gaman þar til að Davíð lyfti honum hátt upp í flugvél beint fyrir ofan hausinn á sér og hvað gerir minn maður... jú gubbar beint framaní pabba sinn ;D. Davíð fékk slettu í augað niður bakið og smá inn í eyrað ;D, og það besta er að we have it all on tape ;D.
Annars hefur dagurinn verið dásamlegur, Salómon Blær heldur áfram að vera duglegu að sofa á kvöldinn er alltaf að hanga í kringum 7 tímana og er líka nánast hættur að vakna þannig að ég þurfi að stinga upp í hann duddunni. Við vonum svo sannarlega að þetta sé bara komið til að vera og verði bara betra með tímanum. 

En nóg með blaður, Guð veri með ykkur og Góða nótt

Fjóla og co

1 comment:

Anonymous said...

Hahaha snilldar saga :)

Kristín