Jæja þá er komið að því að nafnið verði opinbert alheiminum ;D. Litli kall er búin að eiga soldið erfiðan dag en því miður hefur han erft það frá mömmu sinni að geta ekki gert númer 2 nema á svona 6-7 daga fresti og þegar það nálgast losun eru miklir krampar og vanlíðan :S.
Ég er svo þakklát öllum sem eru búin að hjálpa okkur að baka og elda fyrir veisluna og vil ég hér með opinberlega þakka kærlega fyrir og vona ég að þið vitið hvað ég er þakklát fyrir alla hjálpina.
Á morgun ætlum við að fara kl 10 og skreyta salinn og vonandi gengur það vel svo við getum bara komið heim og haft það rólegt áður en við mætum svo rétt fyrir 3. Benjamín kemur með blessunardressið og vona ég svo sannarlega að það passi annars þarf hann að fara í backup dressið ;D.
Mig langaði að biðja ykkur um að biðja fyrir því að litli kall nái að losa sig fyrir morgundaginn svo hann geti verið hann sjálfur glaður og sæll án verkja.
Knúsar og hlakka til að sjá ykkur á morgun.
Kveðja Fjóla og co
1 comment:
Hlakka til að sjá ykkur á morgun vona svo sannarlega að hann nái að losa sig litli snúðurinn :)
Knús Kristín
Post a Comment