Monday, March 21, 2011

Muffin Man

Það datt af mér andlitið í kvöld. Við Marisa vorum að skoða Cavalier hunda á netinu að ganni og ég ákvað að skoða Brussels Griffon á Petfinder þar sem þetta er nú ein af mínum uppáhalds tegundum og hvað sé ég... Muffin Man. Ég féll fyrir nákvæmlega þessum sama hundi fyrir 4 árum síðan þegar ég var að læra hundasnyrtinn á Flórída og grét margar nætur vitandi það að það var ekki möguleiki fyrir mig að fá hann þar sem við vorum ekki að flytja út strax og ég gat ekki verið með hund í íbúðinni sem ég var í á Flórída. Ég hef ALDREI (fyrir utan Mola auðvita) fallið svona hratt fyrir hundi og basically VITAÐ að hann ætti að vera minn.
Hann er að leita að heimili núna á Flórída og er ég að vonast til þess að það gerist kraftaverk svo ég geti allavegana fengið að sjá hann og að svo gerist annað kraftaverk svo ég geti fengið hann.
Mig langaði bara að deila með ykkur þessu kraftaverki því að ég er gjörsamlega í sjokki en ég grét þegar ég sá hann og Marisa skildi ekki neitt fyrr en ég útskýrði þetta fyrir henni.
Myndin að ofan er af okkur Muffin Man og svo þessi fyrir neðan er tekin af Petfinder í kvöld.
Ég væri mjög þakklát ef þið gætuð beðið fyrir þessum með mér og beðið Guð að leiða mig í þessu því ég er alveg að taba mér og þarf hjálp :S.

Kveðja Fjóla

4 comments:

Anonymous said...

Vá þetta getur ekki verið tilviljun hann er ætlaður þér, vona svo innilega að þú fáir hann, þú átt það svo sannarlega skilið elsku dúllan mín :)
Ertu búin að hafa samband við eigandann/þann sem er með hann?
Hvað er hann gamall?

Knús Kristín

Anonymous said...

Ég er búin að senda mail á the rescue og er bara að bíða eftir svari. Ég myndi giska á að hann væri 5-6 ára bara það sama og Moli en ég væri þakkát ef þú gætir haft þetta í bænum þínum.

Knúsar Fjóla

Anonymous said...

Vona að þetta gangi eftir elsku Fjóla, hlakka til að vita meira!
Knús Kolla

Helga said...

Ég hef þetta í bænum mínum, Fjóla. Hlakkar til að heyra meira!