Davíð fór frá okkur um miðjan dag í gær og er núna staddur í Seattle að bíða eftir að fljúgja hem til Íslands. Flugið fer held ég um hálf 4 og á hann að lenda um 7 í fyrramálið á Íslenskum tíma. Hann fór á Denny´s í morgunmat og fór svo upp á hótelherbergi til að baða sig og gera sig til fyrir flugið. Núna er hann væntanlega að skrá sig inn og vonandi heyri ég í honum fljótlega eftir það :D.
Annars veit ég að hann er bæið spenntur og stressaður að far heim þar sem það er mikið sem hann þarf að gera en líka svo margir sem hann langar að hitta :D. Mig langar bara að biðja ykkur að hafa hann í bænum ykkar.
Annars höfum við það fínt hérna í Ameríkunni, við horfðum á óskarinn í gær og höfðum gaman af. Núna á eftir ætlum við að púla ærlega í leikfiminni enda orðin ansi löt skal ég segja ykkur :S. Moli á svo að fá labbitúra á hverjum degin núna meðan davíð er í burtu þar sem ég hef ekki verið nógu dugleg að fara með hann daglega... bara als ekki nógu dugleg :S.
Annars sendi ég bara knúsa og bið ykkur um að passa vel upp á Davíð minn :D.
Kær kveðja Fjóla
p.s. hann er með gamla númerið mitt 8693978 fyrir þá sem vilja ná í hann. Ég er búin að vera að nota þetta númer þegar ég hef farið heim þannig að það ætti að virka :D.