Thursday, June 03, 2010

Komin með íbúð í Queens :D

Hlutirnir gerast hratt þessa dagana en við Davíð tókum skindiákvörðun í gær að hann myndi taka rútuna til N.Y og skoða eina íbúð sem við vorum mjög spennt fyrir en hún fanst á Craigs list eftir mikla leit. Við erum eiginlega alveg handviss að þessi íbúð var ætluð okkur því hún er ekki alveg ofaní Manhattan (fyrir mig), tekur samt ekki nema svona 40-50 mín að komast til Manhattan (fyrir Davíð) og það er afgirt hundagerði (fyrir Mola). Davíð sagði að hverfið væri rosalega fínt, það er að megninu til bara gamalt fólk í húsinu sem er bara gott að mínu mati, utandyra er allt mjög snirtilegt og fínt og íbúðin er stærri en við þorðum að vona þrátt fyrir að vera bara stúdíó íbúð. Hún verður leigð út með húsgögnum sem er alveg brill fyrir okkur því þá getum við bara sett allt okkar í geymslu þar til annað tekur við. Það er gaman að segja frá því að í íbúðinni er svo kallað Murphy rúm en það eru þessi sem þú liftir upp í vegginn þannig að það sérst ekki á daginn :D. Við verðum líka með svefnsófa þannig að það er hækt að taka við allavegana tveimur gestum í einu ;D.
Ég er núna bara að bíða eftir að Davíð komi heim svo ég geti séð myndirnar og ég geti sýnt ykkur myndirnar ;D.

Annars þakka ég alveg endalaust fyrir bænirnar og bið ykkur vel að lifa :D

kv Fjóla og co

3 comments:

Anonymous said...

Vona og trúi því að þið finnið frábæra íbúð sem henti ykkur vel :)

Knús Kristín og allar voffa skvísurnar

Helga said...

Frábært, bænasvar :D
Knúsar frá okkur :)
P.s. fékkstu meilið frá mér?

Fjóla Dögg said...

Helga ég fékk mailið frá þér og er búin að svbara fékstu ekkert frá mér á msn mailið?