Við Davíð röltum aðeins um búðarhgötuna sem er hérna rétt hjá okkur í dag. Við sáum alskonar búðir t.d. Cheeses of the World sem er einhver rosaleg verðlauna búð með alskona ostum, við keyftum okkur cup cake ég súkkulaði með vanillukremi og Davíð gulróta cup cake, umm svo hrillilega gott. Það er alveg heill hellingur að skoða hér nálægt þannig að ég ætti ekki að láta mér leiðast nema þá bara vegna þess að ég get ekki keyft mér neitt ;9.
En við lentum í því tvisvar í dag (hens titill bloggsins) að við vorum spurð til vegar samt eiginlega ég í bæði skiptin ;D, en það fyndna var að við gátum í bæði skiptin hjálpað viðkomandi :D, mér finnst það nú nokkuð gott fyrir að hafa bara búið hérna í tvo daga :D.
Eins og ég sagði fyrr í dag það fer Davíð í vinnuna á morgun og komst hann að því að ferðalagið sem það tekur fyrir hann að komast alla leið heimanað frá okkur og upp í vinnu er mun styttri en hann hélt. Það tekur hann ekki nema ca 35 mín sem er mun skárra en tæplega klukkutími :D.
Moli er búin að vera alveg búinn síðan við fluttum enda er hann búin að fara með okkur út í hvert einasta skipti sem við förum eitthvað og hann þarf sko að labba og það er heitt (reyndar var veðrið í dag alveg fullkomið) þannig að hann er búin að lúlla núna MJÖG mikið elsku litli prinsinn.
Ég sendi bara knúsa Fjóla og co