Sunday, July 12, 2009

African Amerikan kirkjuferð

Við Davíð vöknuðum snemma í morgun og fórum í kirkju klukkan 8. Þetta er Babtistakirkja sem er rétt hjá okkur og er það sem væri hækt að kalla svertingja kirkja þar sem í henni eru engöngu svart fólk. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer í svona kirkju og fannst það alveg frábært svo allt öðruvísi. Eins og er svo algengt í amerískum kirkjum voru gestir beðnir um að gera grein fyrir sér og var mjög erfitt fyrir okkur Davíð að þykjast vera ekki ný svo við fengjum litla athyggli þannig að við réttum upp hönd. En áður en við vissum af var öll kirkjan komin til að heylsa okkur og bjóða okkur velkomin og ég hef sjaldan fengið það eins mikið á tilfinninguna að ég væri virkilega velkomin.
Við tókum okkur svo hjólatúr með Mola eftir kirkjuna og skemmtum okkur konunglega. Þegar heim var komið vorum við soldið þreitt og lögðum okkur og spurningin er núna hvort við kíkjum aðeins í Walmart og kaupum inn það sem þarf fyrir matinn ef það er eitthvað og kanski kassa eða plast box til að pakka í en það er víst komið að því pökkunartími.
Guð blessi ykkur elsku dúllur og við biðjum að heylsa :D
kær kveðja Fjóla og co
p.s. endilega kíkið á Davíðs blog og comentið ef þið hafið áuga á mjög athygglisvert hjá honum

2 comments:

Mamma og Pabbi said...

Ha ha ha þetta hefur örugglega verið gaman, allavega eftir á :-)
Gangi ykkur vel að pakka!
Kv. B21

Anonymous said...

Já vá það er bara komið að því að pakka gangi ykkur vel :)

Kristín