Thursday, November 20, 2008

oohhh....

Ég sem er búin að vera svo dugleg að losa mig við drasl og þá fæ ég það líklega allt aftur til baka. Græjurnar sem ég seldi eru líklega ekki í lagi og núna er að þurrkarinn :( Ég bara bið og vona að hún nái að laga það sem er að hjá honum því hann virkar en það verður víst allt blaut gólfið skil ekki alveg. Ég vil ekki fá hann aftur.
Annars er nóg að gera hjá mér eiginlega aðeins of þar sem ég er að hugsa alveg endalaust um allt það sem þarf að gera áður en við flytjum út og það er sko hellingur sem þarf að gera. Davíð hefur nánast engan tíma til neins nema það sem hann þarf að gera s.s vinna og læra þar sem nú fer að nálgast prófin og allt alveg á fullu.
Jólatónleikar Fíledelfíu verða eftir 2 vikur og ég hef valla tíma fyrir það því miður en ég ætla að reyna og sjá hvað gerist.
Í kvöld er svo matur hjá pabba og mömmu og við Moli ætlum að reyna að hjóla á pabba hjóli en svo hundafimi um kvöldið með Mola.
Á morgun er svo hundasnyrtidagir reyndar vara annar af hundunum sem ég á að fá að afbóka sig þar sem hann er slasaður en ég fæ þú einn og hef þá tíma til að vesenast í öðrum hlutum sem ég þarf að gera sem tengjast, jólagjöfum, ólaföndri og kveðjupartýs bakstri. Svo ætlar hún Marisa mín að vera svo góð að mála mig fyrir jólahlaðborðið sem ég fer í með famelyunni minni og davíðs um kvöldið rosalega gaman.
Annars finnst mér ég vera svona milljón kíló þessa dagana þannig að það er ekki gaman :(

Kveðja Fjóla Dögg

No comments: