Wednesday, November 26, 2008

Allt að verða vitlaust!!!!

Það er sko alveg nóg að gera hjá mér. Ég pakkaði í tvær heilar töskur í morgun og er ekkert smá stolt af mér. En ég er að reyna að vera smá á undan áætlun og gera eins mikið og hækt er so við séum ekki alveg á síðasta snúning með allt sérstaklega þar sem Davíð hefur svo mikið að gera fyrir jól í vinnu og skóla.
Annars er það að frétta að Davíð fór í endajakslatöku á mánudaginn og er búin að vera á fljótandi fæði núna í 3 daga og er ekki sáttur. Hann þarf að skola á sér munninn með saltvatni frekar ógeðslegt og er að háma í sig verkjalyf eins og það sé nammi. Það fer nú vonandi fljótlega að koma að því að maðurinn geti borðað almennilegan mat.
Ég er annars svo rugluð í þessum hundamálum og hrædd og veit bara ekkert þar sem ég á fullkomnasta hund í heimi og það verður svo rosalega erfitt að fá annan hund sem ég veit að verður ekki svona fullkominn eins og Moli og það er bara soldið erfitt að kingja því.
Annars er planið að skreyta fyrir jólin núna um helgina á milli kóræfinga og alls annars sem þarf að gera.
Jæja ég hef það ekki lengra að sinni og bið ykkur bara vel að lifa og Guð að blessa... s.s. ykkur ;)

kveðja Fjóla og Moli fullkomni hundurinn

3 comments:

Anonymous said...

Já alltaf gott að vera ekki á síðustu stundu... voanndi komumst við í göngu sem fyrst en annars sjáumst við alla vega á föstudaginn þegar ég með eyranslapa í klippingu ;O)

Helga said...

Vá, dugnaðurinn! Já, það borgar sig víst að vera ekki sannur Íslendingur og bíða með allt fram á síðustu stundu.
Bara þrjár vikur í að ég komi heim.
Knús á þig og Mola

P.S.Sá smá tæpó hjá þér þarna í textanum. Meinarðu ekki "FRÓÐI" er fullkomnasti hundur í heimi...

Anonymous said...

Það eru allir tjúar fullkomnir en bara á sinn hátt ;) veit ekkert hvernig það er með hinar tegundirnar :O)