Það er búið að vera mikið að gera hjá mér.
Síðasta helgi var alveg frábær mikið að gera og rosa stuð. Davíð er aftur á móti búin að vera nánast ekki neitt heima heldur hangir hann dögunum saman með jessup liðinu þar sem á laugardaginn keppa Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands um að komast út til Wosington og keppa í alvöru keppninni.
Við Moli höfum verið nokkuð dugleg að labba til pabba og mömmu og hangið þar þangað til pabbi og mamma keyra okkur heim.
Annars er ég núna með dropa í eyranu þar sem ég hef þurft að fara tvisvar í eyrnasog þar sem ég er með svo þröng eyrnagöng að það þarf ekkert til að þau stíflist mjööög pirrandi. Ég fer aftur til læknisins á miðvikudaginn og þarf að vera með endalausa droða í eyranu þangað til.
Ég er held ég búin ða finna réttu myndina fyrir Málverkið af Mola. Ég þarf bara núna að senda listamanninum hana og reyna að lýsa því fyrir honum hvað ég vil sem gæti orðið soldið flókið :S.
Ég er alveg farin að iða í skinninu að komast út og fá sól og hita og notarlegheit. Sólinn er nánast alveg frá gengin þarf bara að senda nokkrar upplýsingar og borga og þá er allt klappað og klárt.
Ana aftur á móti er enþá á spítalanum hef ekki mikið rætt það hér en hún gekst undir aðgerð fyrir um 2 vikum síðan þar sme fjarlagt var húr henni lagið og eggjastokkarnir vegna gruns um krabbamein en ekki er enþá komnar niðurstöður úr þeim prófum. Hún kom heim á mánudaginn síðasta en fór aftur sama dag á spítalan þar sem það fór að blæða þar sem blóð hefði safnast saman og endaði með því að sprautast út um saumana. Hún er ekki alveg orðin hress og vill ekkert frekar en komast heim en það er ekki það sniðugasta. Ég yrði mjög þakklát ef þið gætuð beðið fyrir henni með okkur.
Jæja ætla að fara að byrja á bréfinu til málarans og koma því afstað.
Guð blessi ykkur
Spennandi tímar framundan
11 years ago
2 comments:
Bögg að vera með svona í eyrunum, þekki þetta sjálf. En amma þín er í bænum mínum Fjóla, þetta er allt í Hans hendi. Þú verður bara að koma og hangsa með mér með Davíð er svona mikið í burtu. Heyrumst fljótlega.
Knús, Helga og voffarnir
Leiðinlegt að heyra með ömmu þína vona að henni batni sem fyrst... skil vel að henni langi heim en best að fá að vera þarna þanngað til hún er orðin hress.
Sjáumst á eftir
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris
Post a Comment