Ég er búin að lesa einu sinni yfir the Drivers license handbook og er byrjuð aftur og er að svara spurningum í leiðinni. Planið er nefnilega að taka pílprófið bara tveim dögum eftir að ég kem út og svo bara ella sér í að finna bíl :D.
Amma er öll að hressast en er enþá á spítalanum en vonandi fær hún að koma heim sem fyrst elsku kellingin.
Ég held ég sé búin að finna réttu myndina fyrir málverkið af Mola. eða hvað finnst ykkur? Ég sendi þó nokkrar aðrar myndir með þessari til listamannsins og er að bíða og sjá hvað hann segir. Annars er tengdapabbi svo mikill listamaður að það er alveg fáránlegt að við eigum enga mynd eftir hann en bara svona til ða verja okkur þá heldur hann þessu mjög vel leindu að hann geti teiknað sem er mesta vitleysa sem ég hef vitað um og ætla því að pannta mynd af Mola í afmælis eða jólagjöf já og hana nú ;D.
Ég held ég sé búin að finna réttu myndina fyrir málverkið af Mola. eða hvað finnst ykkur? Ég sendi þó nokkrar aðrar myndir með þessari til listamannsins og er að bíða og sjá hvað hann segir. Annars er tengdapabbi svo mikill listamaður að það er alveg fáránlegt að við eigum enga mynd eftir hann en bara svona til ða verja okkur þá heldur hann þessu mjög vel leindu að hann geti teiknað sem er mesta vitleysa sem ég hef vitað um og ætla því að pannta mynd af Mola í afmælis eða jólagjöf já og hana nú ;D.
Davíð keppti í málflutningskeppninni Jessup á laugardaginn við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Ég fór og hlustaði á ræðuna hans og var gjörsamlega að rifna úr stolti ég hefði ekki getað verið montnari af honum þótt ég hefði reynt það. Davíð var lang flottastur og flutti ræðuna eins og hann hafði aldrei gert neitt annað. Háskóli Íslands vann með yfirburðum og voru bestu ræðumennirnir báðir úr HÍ eða Eggert (sem hefur reynslu úr Jessup) og Kári (sem hefur rosalega mikla reynslu af ræðum þá aðalega Morfís). Davíð aftur á móti var bara 3. stigum á eftir þeim af 100 sem er mjög gott. Það voru þrír dómarar sem dæmdu og kom einn þeirra allaleið frá Hollandi en hann er doctor í Alþjóðalögm og viti menn hann gaf Davíð þæðst allra ræðumannana semsagt ekki bara í HÍ heldur í HR og HA líka eða 90 stig af 100 sem er MJÖÖÖÖÖG gott.
Við Davíð komum svo heim snemma á laugardagskvöldinu og slöppuðum af yfir laugardagslögunum alveg uppgefin. Ég var bara nokkuð sátt við úrslitin. Það er allavegana ekki hækt að segja að þetta sé ekki Evrovision legt lag það er alveg á hreinu. Vonandi vonandi komumst við upp úr undankeppninni með því.
Helga vinkona er úti í Danmörku hjá systur sinni. Hún fór á sunnudaginn með Trítlu og ég satt best að segja get ekki beðið að heyra hvernig gekk.
Ég hef það ekki lengra að þessu sinni, læt fylgja með nokkrar flottar af Mola sem ég fann þegar ég var að leita að góðri mynd fyrir listmálaran.
Kær kveðja Fjóla og Moli
4 comments:
hæ skvísí
ótrúlega flottar myndir af Mola :) hann er svo mikil fyrirsæta ;) hehe brúðkaupið verður 26. júlí, eins gott að þið séuð búin að taka hann frá ;)
heheh kv Frænkulíus
Moli myndast svo vel algjör fyrirsæta lýst mjög vel á myndina en er reyndar alltaf hrifnari af náttúrumyndum en þú ætlar samt ekki að hafa þannig bakgrunn er það?
Verðum að fara að drýfa okkur í göngu sem fyrst ;)
Bílinn minn reyndar aftur orðinn bilaður í 4 sinn í þessum mánuði orðin soldið mikið pirruð á þessu
:(
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris
Já ganga sem fyrst kanski bara á morgn miðvikudag. Nei ég ætla ekki að hafa bakgrunn þannig að það skiptir engu máli.
Annars er þetta allt að verða klappað og klárt með með listamanninn og ég fer bara að pannta verkið ;D get ekki beðið að sjá hvernig það á eftir að vera.
Kræ kveðja Fjóla
Æðislegar myndir, enda Moli æðisleg fyrirsæta!
Ég hlakka einmitt til að reyna að taka góðar myndir af Mána núna í sumar í íslenskri náttúru :)
Sólrún og Máni
Post a Comment