Loksins loksins höfðum við litla fjölskyldan tíma til að kíkja til ömmu Löllu með Salómon Blæ en hún er sko búin að vera að bíða eftir að fá að sjá prinsinn. Mér sýndist hún vera í skýjunum að fá að sjá hann og það leit út fyrir að Salómon Blær hafi verið mjög glaður að sjá langaömmu sína í fyrsta sinn en hann spjallaði, brosti og hafði það kósý hjá langaömmu sinni.
Annars er allt gott að frétta af okkur og nóg að gera. Davíð er að spila fótbolta með vinum sínum núna og ég ákvað að skella í eitt blogg þar sem litli kalli er sofnaður og farinn að dreyma. hann er svo duglegur að sofa þessi engill en hann svaf í rétt rúmlega 7 tíma í nótt og vaknaði svo ekki aftur fyrr en hálf 9 þannig að ég fékk að sofa helling í nótt. Við skelltum okkur svo í labbitúr öll fjölskyldan í morgun sem var æðislegt og Salómon Blær svafeins og engill í vagninum eftir að við vorum búin að labba í svona 1 og hálfan klukkutíma.
En hér koma nokkrar myndir frá deginum í dag :D.
4 ættliðir langaamma Lalla, amma Linda, pabbi Davíð og Salómon Blær
Gaman að tala við langaömmu
Hvað segir þú langaamma?
Þykkvabæjar álfurinn ;D
Bara aðeins og fyndið ;D
Þessi er fyrir Hlynsa og Dísu en Salómon Blær fékk lánaða bleyju hjá Adrían frænda en hún er nokkrum númerum of stór :9.
Knúsar og Guð veri með ykkur