Sunday, September 30, 2012

Heimsókn til langaömmu Löllu :D

Loksins loksins höfðum við litla fjölskyldan tíma til að kíkja til ömmu Löllu með Salómon Blæ en hún er sko búin að vera að bíða eftir að fá að sjá prinsinn. Mér sýndist hún vera í skýjunum að fá að sjá hann og það leit út fyrir að Salómon Blær hafi verið mjög glaður að sjá langaömmu sína í fyrsta sinn en hann spjallaði, brosti og hafði það kósý hjá langaömmu sinni. 
Annars er allt gott að frétta af okkur og nóg að gera. Davíð er að spila fótbolta með vinum sínum núna og ég ákvað að skella í eitt blogg þar sem litli kalli er sofnaður og farinn að dreyma. hann er svo duglegur að sofa þessi engill en hann svaf í rétt rúmlega 7 tíma í nótt og vaknaði svo ekki aftur fyrr en hálf 9 þannig að ég fékk að sofa helling í nótt. Við skelltum okkur svo í labbitúr öll fjölskyldan í morgun sem var æðislegt og Salómon Blær svafeins og engill í vagninum eftir að við vorum búin að labba í svona 1 og hálfan klukkutíma. 
En hér koma nokkrar myndir frá deginum í dag :D. 

 4 ættliðir langaamma Lalla, amma Linda, pabbi Davíð og Salómon Blær

 Gaman að tala við langaömmu

 Hvað segir þú langaamma?

 Þykkvabæjar álfurinn ;D

 Bara aðeins og fyndið ;D

Þessi er fyrir Hlynsa og Dísu en Salómon Blær fékk lánaða bleyju hjá Adrían frænda en hún er nokkrum númerum of stór :9. 

Knúsar og Guð veri með ykkur

Saturday, September 29, 2012

Á tveggja mánaða strák :D

Þá er litli kallinn minn orðin tveggja mánaða (vá hvað tímin líður hratt) og hann er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Nýjasta sportið, fyrir utan að slefa í lítra tali, er að naga á sér hendurnar en hann er sko að uppgötva ða hann sé með hendu það er alveg víst ;D. 
Við fölskyldan fórum í tilefni dagsins í ljósmyndatöku hjá litmynd sme var alveg hreint æðislegt en við vorum virkilega ánægð með myndirnar. Við fengum alveg geðveikar myndir af Salómon og Mola sama sem eru gjörsamlega ómetanlegar. 
Við fórum svo í heimsókn til  afa og ömmu á Aflagranda og svo til langaafa og langaömmu í Brúnastekk sem var nú heldur betur skemmtilegt ;D. 
Annars eigum við eina skemmtilega sögu frá deginum. Þannig er mál með vexti að ég var svo heppin að vera að taka vídeó mynd af Salómon Blæ og pabba hans. Davíð var að tala við hann og láta hann standa og fara í flugvél og allt rosalega gaman þar til að Davíð lyfti honum hátt upp í flugvél beint fyrir ofan hausinn á sér og hvað gerir minn maður... jú gubbar beint framaní pabba sinn ;D. Davíð fékk slettu í augað niður bakið og smá inn í eyrað ;D, og það besta er að we have it all on tape ;D.
Annars hefur dagurinn verið dásamlegur, Salómon Blær heldur áfram að vera duglegu að sofa á kvöldinn er alltaf að hanga í kringum 7 tímana og er líka nánast hættur að vakna þannig að ég þurfi að stinga upp í hann duddunni. Við vonum svo sannarlega að þetta sé bara komið til að vera og verði bara betra með tímanum. 

En nóg með blaður, Guð veri með ykkur og Góða nótt

Fjóla og co

Thursday, September 27, 2012

Duglegasti tveggja mánaða strákur í heimi :D

Þar sem börn eru eiginlega búin til til að monta sig af þeim þða bara verð ég að taka þátt í því. Salómon Blær breytist með hverjum deginum og getur meira og meira með hverri vikunni. Í nótt svaf minn maður samfleitt í 7 tíma gott fólk og er ég alveg endalaust stolt af manninum enda er hann duglegastur í heiminum. 
Við erum ekkert að íkja við hónin þegar við segjum að Salómon er nánast búin að halda haus frá 3 vikna aldi og hefur hann bara orðið sterkari og sterkari með hverjum deginum eins og þið getið séð á þesum myndum sem koma hér á eftir. Ég er að æfa hann á hverjum degi á maganum til að hann verði sem starkastur og duglegastur þegar hann fer í ungbarnasundið og það gengur svona líka vel. Salómon elskar að vera á maganum og lifta haus en í dag gerðist soldið annað sem hefur ekki gerst áður. Þannig er mál með vexti að í dag og í gær hefur Salómon Blær verið að íta sér meira með annari höndinni (sitt á hvað) og hvað haldið þið hann náði að íta sér (alveg sjálfur ég lofa) yfir á bakið :D!!!!!!!! Ég er svo montinn af kallinum enda ofur menni hér á ferð ekki nema tæplega tveggja mánaða gamall :D. 
En ég læt ykkur ekki bíða lengur hér koma myndirnar en það eru nokkur beauty shot þarna líka ;D. 

 Fallegi minn en eins og þið sjáið finnst honum þetta sko ekki leiðinlegt ;D

 Þarna er hann að íta sér meira með vinstrihöndinni

 Svo dugelgur


 Hæ mamma nú ætla ég sko að koma þér á óvart, fylgstu bara með ;D

 1, 2, og ....

 3... hvernig gerðist þetta eiginlega ;D

 GAMAN

 Fallegasta barn í heimi


Jeeee ;D

Knúsar frá okkur hér í Mosó

Tuesday, September 25, 2012

Veikindi og annað ;D

Ég er búin að vera að með einhverja flensu sem náði hámarki á sunnudaginn og er núna (vona ég) að fara hækt og rólega :S. Ég er að vona að Salómon Blær hafi náð að sleppa við þessa flensu frá mér að mestu en það hafa komið smá grísa hljóð frá honum sem ég vona að fari að hætta. 
Annars erum við Salómon og Moli búin að eiga góðan dag. Við fengum Benjamín og Lindu í heimsókn, fórum í labbitúr og erum búin að gera fult af bakæfingum til að gera okkur tilbúin fyrir sundið sem byrjar vonandi í lok næsta mánaðar :D. Á morgun verður biblíu les hópur heima hjá okkur með Berglindi og Jóni Ómari sem ég hlakka mikið til enda alltaf gaman að fá þau í heimsókn :D.
En ég smelti af nokkrum myndum af strákunum mínum í morgun og vildi deila þeim með ykkur :D.

 Salómon Blær á fullu að gera bakæfingar og Moli að passa upp á að allt fari rétt fram ;D

Það er eitthvað hrillilega fyndið við þessa mynd ef þið bara stoppið aðeins og horfið á hana ;9

Knúsar á ykkur og Guð veri með ykkur.

Saturday, September 22, 2012

Á leið til Flórída :D

Loksins loksins erum við á leið til Flórída. Því miður komumst við ekki í október eins og planið var þar sem það hefði kostað okkur hönd og fót að komast þangað en við erum búin að kaupa miða í lok janúar og nánast út febrúar :D.
Pabbi og mamma eru úti núna og eru það að skemmta sér konunglega í alskonar húsadundi :D. 
En ég er með nokkrar myndir af prinsinum sem ég ætla að setja inn og þá sérstaklega fyrir afa og ömmu á Flórída ;D. 

Mér finnst hann breyhtast með hverjum deginum og er orðin svo rosalega stór :D

Sæti minn með hundinn sinn

Silfur bólur en hann gerir sko ekki lítið af þeim þesa dagana (slefar í lítratali ;D)

Ég þurfti aðeins að taka til inni í eldhúsi og á meðan sat Salómon Blær í stólnum sínum og flygdist með ;D.

Knúsar og vonandi eigið þið öll frábæra helgi :D

Fjóla, Davíð, Moli og Salómon Blær

Tuesday, September 18, 2012

Pabbi og mamma á leið til Bandaríkjanna

Þá eru pabbi og mamma að fara til Flórída (svo heppin). Við Davíð getum því miður ekki farið í október eins og planið var vegna þess að við þurftum að bíða allt of lengi með að kaupa miðana og þá voru þeir bara orðnir fáránlega dýrir :S. EN við erum að plana ferð í lok janúar fram í febrúar til Flórída og ég get ekki beðið eftir því :D. 
Annars erum við alveg í sælu vímu eftir Blessunardaginn og erum svo ánægð með allt sem Salómon Blær fékk :D. 
En ég ætlaði að láta fylgja með nokkrar myndir af strákunum mínum ;D.

 Salómon eftir kvöld baðið sitt í fína handklæðinu frá Tinnu :D

 Svipurinn á þessu barni er price less ;D

 Sætu strákarnir mínir sem eru orðnir svo góðir vinir

 Eins og þið sjáið er Moli farin að vilja vera meira og meira hjá litla bróssa og passar vel upp á hann :D

 Sætu strákarnir mínir

ohhhh.....

Knúsar Fjóla og co

Saturday, September 15, 2012

Salómon Blær :D

Í dag var blessunardagurinn og litli kall opinberaði nafnið sitt en hann heitir Salómon Blær Davíðsson :D. Við gl-ddumst með vinum og ættingjum og skemmtum okkur konunglega. En hér koma nokkrar myndir frá deginum. 

 Salómon Blær tilbúinn fyrir daginn í flottu fötunum sem Benjamín frændi kom með beint frá Californíu :D

 Mættur á svæðið stein sofandi en hann svaf af sér stærstan partinn af veislunni ;D

 Salómon Blær Davíðsson

 Adrían Breki frændi með D'isu mömmu sinni

 Mamma og tengdapabbi á fullu í eldhúsinu :D

 Davíð að spila

 Vörður var með æðisleg orð í okkar garð og erum við rosalega þakklát honum fyrir það

 Edda vinkona mín er náttúrulega sá all mesti snillingur sem ég veit um en hún bjó til þetta listaverk handa okkur og VÁ hvað hún var flott og VÁ hvað hún var góð en hún fékk mikið hrós fyrir :D

 Allt að verða tilbúið til að gúffa í sig ;D

 Fallegi lúllaði bara á meðan allir voru að borða

 Svo knósý


 amma, afi og Sigrún frænka

 Ásgeir, Tinna, Sigurvin, Berglind og Bára

 já og Jón Ómar líka ;D

 Vörður 

 Amma, og afi með Madda í bakgrunn :D

 Jóhann frændi, Krúsa og Lilly frænka

 Voffa gellurnar mínar Kristín og Helga

 Íris og Jón
 
 Raggi langa afi, tengdamamma og Hrefna

 Guðlaug, Sveinbjörn, Ólöf, Bogga, Hemmi, Ágústa og Jóhanna

 Ágúst, Maddi og Dagný að skoða litla frænda

 Við með afa og ömmu







 Rosalega dugleg í eldhúsinu

Tilbúinn að fara heim eftir langan dag en hann stóð sig eins og algjör hetja og var algjör engill í allan dag :D enda flottasti kappinn á svæðinu ;D

Okkur langar að þakka öllum kærlega fyrir okkur, við erum svo þakkláta að allir gæti tekið daginn frá og glaðst með okkur. 

Knúsar Fjóla, Davíð Moli og Salómon Blær