Jæja það er að koma að þessu en í dag er síðasti vinnudagurinn minn áður en litli kallinn mætir á svæðið.
Það er ekki laust við að það sé soldið skrítið að vera að hætta að vinna núna en það er á sama tíma mjög gott þar sem ég þarf að einbeita mér að skólanum í júní mánuði.
Það er eitthvað svo fjarstætt að litli kallinn eigi eftir að mæta á svæðið eftir ca 2 mánuði en ég er sko ekki farin að bíða þars sem mér finnst meðgangan hafa liði svo hratt að ég er ekki alveg búin að átta mig á því hvað klukkan slær :S. En vonandi verður maður nú samt nokkurnvegin tilbúinn þegar kallinn kemur, það er allavegana næstum því allt tilbúið efnislega séð spurning bara um andlegu hliðina ;9.
En við fórum til ljósmóðurinnar í gær og allt lítur vel út bæði hjá mér og hjá honum. Ég var bara búin að þyngjast um 300 g frá því fyrir þrem vikum síðan sem þýðir að á 6 vikum er ég búin að þyngjast um 1,3 kg. Ég þyngdist lang mest fyrstu 6 mánuðina en það er greinilega að minka hraðinn núna sem er ágætt ;D. Bumban hafði stækkað um 2 cm en ég er s.s 30 cm núna frá lífbeini og upp þannig að þetta er allt að gerast. Ég er ekki enþá komin með slit en ég vona svo innilega að það sé ekki bara tíser og svo rakna ég upp seinustu vikuna áður en hann kemur (það væri fúlt). Ég er að bera á mig kókosfeiti daglega og stundum tvisvar á dag og vona ég svo sannarlega að það og auka húðin mín frá því að ég var stærri hjálpi til við að ég fái ekki slit :S.
Á morgun fer ég á hundasnyrtistofuna að vinna og svo um helgina erum við Davíð að fara út úr bænum á hótel að hugga okkur sem verður alveg vel þegið skal ég segja ykkur.
Knúsar frá mér
Fjóla og bumbukall
1 comment:
Frábært að allt gangi svona vel Fjóla :)
Góða skemmtun um helgina dúlla.
Knús Kristín
Post a Comment