Þá er Benjamín mágur mættur á svæðið og það vantaði sko ekki að hann kæmi færandi hendi :D. Ég held að eftir að hann var búin að pakka öllu dótinu fyrir okkur þá hafi hann rétt komið fyrir nærbuxum og sokkum, greyið ;D.
Við erum alveg í skýjunum með allt dótið frá ammeríku og endalaust þakklát Benjamín fyrir að koma með þetta allt saman en hann kom með FULT af barnafötum sem ég var búin að pannta, jogger kerruna okkar sem er FREAKING AWESOME, smá matvöru sem er ekki til á okkar litla landi og baby monitor :D.
Í dag fer ég svo í klippingu þar sem ég held að það sé að minstakosti ár síðan ég fór síðast og löngu kominn tími á að gera eitthvað skemmtilegt við þetta hár. Á morgun er svo stóri dagurinn en þá verður mamma mín og tengda pabbi minn bæði 50 ára en dagurinn er þétt setinn með ÁTI :S, morgunmatur hjá tengdó, hádegismatur með mömmu, pabba, Hlynsa, Dísu og Adrían á Grilmarkaðnum og svo kvöldmatur með tengdó á Grillinu um kvöldið.
En nóg með það ég þarf að vera dugleg að læra þar sem það er svo brjálað að gera hjá mér þessa vikuna að ég nánst hef ekki tíma í lærdóminn ;D.
Knúsar Fjóla og...... litli kall ;D
2 comments:
Mér langar að sjá myndir ;)
Kristín
Það kemur það kemur ;D
Post a Comment