Loksins, loksins er Davíð minn að koma. Ég er eins og er ein heima með Mola en ég átti að fara með Benjamín að sækja Davíð en það kostar víst svo mikið aukalega að ná í mig þannig að ég verð að bíða þar til seint seint í kvöld að sjá hann :S. Ég er soldið mikið skúffuð yfir þessu en svona erþ etta víst :S.
Annars er alveg ógeðslega heitt hérna í Cali akkúrat núna, 33°C þannig að ég, Moli og kettirnir erum alveg að bráðna hérna inni ;D.
Ég notaði samt góða veðrið og fór út að laba með prinsinn og hjólaði svo út í búð að versla í salatið mitt í kvöld en ég verð víst ein heima langt frameftir að mér skilst, sem gerir biðina anþá leiðinlegri og lengri :S.
En ég vonast bara eftir að þetta líði hraðar en ég átti von á en akkúrat núna er ég að migla úr leiðindum :S.
Kær kveðja frá einni súri