Saturday, April 17, 2010

Komin tími á skrapp myndir :D

Jæja ég er búin að vera dugleg að skrappa síðastliðna tvo daga en ég komst loksins í Wal Mart til að prennta út myndir :D. Annars er það í fréttum að við fórum í rúmlega tveggja tíma göngu í dag með Molan okkar, veðrið var gott en samt ekki nema svona 21-22°c og soldil gjóla en það var mjög gott fyrir Mola og Davíð þótt ég hefði alveg viljað hafa aðeins heitara ;D. Ég talaði svo við Hlynsa bróssa og pabba og mömmu á skyp í smá stund í dag þar sem var ekki rætt mikið annað en NAMMI en pabbi og mamma eru bestui pabbi og mamma í heimi þar sem þau ætla ða versla bland í poka fyrir okkur á nammibarnum í hagkaup áður en þau fara út :D.
En hér koma myndirnar :D

Afmælisdagur Davíðs en hann varð 25 ára 30. desember
Við fórum svo út að borða á æðislega flottan ítalskan matsölustað og sáum svo Harlem Globetrotters. Milli jóla og ný árs buðum við íslensku hópnum í hangikjöt og Nonna og Manna horf og var það æðislegt :D.
Moli kúru dýr

Ég átti svo afmæli 5. janúar og varð 26 ára. Davíð bauð mér út að borða og á leiksýningu :D

Fyrsta ganga ársins var í janúar það var kalt en hressandi :D

Sveinbjörn kom í heimsókn til okkar í janúar og drógum við hann með okkur í göngu á gull fallegum janúar degi. Við löbbuðum einmitt þarna í dag :D

Við kíktum til New Jersey með tengdapabba og sáum húsið hans Einsteins. Við fundum líka þennan al íslenska hrút sem var búið að planta fyrir utan peysubúð sem seldi íslenskar lobapeysur sem við komumst svo að að Einstein verslaði allar peysurnar sínar hjá :D

Narta okkar fór í smá ferðalag í svefnherberki 2 með mér og Mola og svo er það dýralífið hérna alveg ofaní húsinu okkar :D

Við Davíð og auðvita Moli fórum í 20 km langa göngu í lok janúar en hún tók okkur 5 tíma. Moli labbaði alla leiðina enda engin aumingi þar á ferð en við vorum samt vel þreitt enda höfðum við ekki nægt nesti með okkur ;D.

Jæja njótið :D

2 comments:

Anonymous said...

Æðislegar bækur hjá þér Fjóla hlakka til einhvern daginn að fá að skoða þær hjá þér :)

Knús Kristín

Mamma og Pabbi! said...

Þú ert kraftmikil í skrappinu, frábært safn að verða hjá þér. Þetta verður svo bara dýrmætara eftir því sem árin líða. Takk takk!
Elskum ykkur, gangi ykkur vel!
B21