... já eða allavegana líður ekkert rosalega vel. Mér er illt í hálsinum þannig að ég ákvað að vera heima og fara ekki í afmælið sem okkur davíð var biðið í. Davíð minn er þar núna og vonast ég eftir að fá hann heim hvað og hverju.
Það er so sem fátt að frétta af okkur en í dag er Layber day og Davíð þessvefna í fríi frá skólanum þrátt fyrir að hann hafi eitt mest allri helginni í bókalestur ;). Benjamín og Sveinbjörn eru að fara að koma á fimmtudaginn og verða hjá okkur fram á mánudag en það verður gaman að fá þá :D. Við erum búin að kaupa miða á Christmas Carol 2. desember í Fords theatre en það vill svo skemmtilega til að það er sama leikhúsið og forseti bandaríkjanna Abraham Lincoln var skotin um árið en leikhúsið hefur mjög lítið ef eitthvað breist síðan þá. Það minnir helst til á íslensku Óperuna enda er ég rosalega skotin í þessu leikhúsi ;).
Við erum líka að leitast eftir góðri óperu til að sjá þannig að ef þið eruð með einhverjar uppástungur endilega komið þeim á frammfæri hér, en helst ekki neinar Mozart óperur (þær eru ekki í uppáhaldi). Ég sá líka í sjónvarpinu í moegun að það er að koma einhverskonar hópur hingað til D.C með hestasýningu og ég varð alveg veik enda ekkert smá flott en þið getið skoðaða það hér http://www.cavalia.net/index.aspx?lang=EN-CA en ég var einmitt að segja við Davíð hvort við gætum ekki dregið Benjamín og Sveinbjörn með okkur ;) vanda málið er bara að miðarnir eru mjög dýrir ef þú ætlar að fá góð sæti (eins og alltaf) en sýningin er bara hér til 27. sept þannig það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva.
Við Moli erum enþá á fullu í því að æfa okkur fyrir prófin okkar og gengur vel enda engin vitlaus hundur hér á ferð ;). ég er svo búin að finna einhverja skóla sem eru með hundafimi og ég er að vinna í því að velja hvert við ætlum og þess háttar.
Við Davíð erum innst inni að vonast eftir því að fá pabba og mömmu til okkar í heimsókn eftir að tengdó og Benjamín eru farnir og svo myndi ég og Moli fara með þeim til Flóró og hitta afa og ömmu og fljúga svo heim í byrjun október en við sjáum hvernig það fer. Ég er samt enþá að plana að fara til Flóró til að hitta afa og ömmu í nokkra daga með Mola spurningin er bara er ég að fara að fljúga báðar leiðir eða bara aðra :D.
Jæja ég hef það ekki lengra að þessu sinni en Guð blessi ykkur og við söknum ykkar.
kveðja Fjóla og Moli
3 comments:
Leiðinlegt að heyra að þú sért veik Fjóla. Vonandi hressist þú fljótt!
Knúsar
A7
Hæ Fjóla, vonandi hressistu fljótt. Við erum á fullu að skoða þetta með að koma uppeftir. Hún hljómar mjög spennandi þessi hestasýning og við skulum láta vita ef við sjáum ekki Mozart sýningu:-)
B21in11010D
Leitt að heyra að þú sért lasin. Vonum að þetta gangi fljótt yfir. Bkv. Ásta og co.
Post a Comment