...miða til Noregs á Eurovision :D. Ég legg afstað 24. maí og verð komin í kringum hátegið 25. maí þegar fyrsta undankeppnin verður. Ég á svo far heim 31. maí og verð komin til New York kringum 16:00. Þetta þýðir það að ég næ útskriftinni hans Davíðs sem er 23. maí og erum við svona að velta fyrir okkur þar sem tengda pabbi og mamma ætla að vera hérna við útskript Davíðs hvort við gerum ekki bara smá rodetrip og þau skutli mér til New York og svo verði þau kanski eina nótt eða svo í New York svona til að halda upp á úrskriptina, hvað finnst ykkur um það Linda og Sveinbjörn?
Annars höfum við Moli það bara gitt, Davíð var að þjóta út á leið í skólan og við Moli erum búin að taka okkur góðan labbitúr. Á laugardaginn förum við Moli í prófið okkar þannig að ég verð að fara að taka mig smá á og þjálfa hann þar sem ég hef ekki verið dugleg undanfarnar vikur vegna veikinda, en hann kann þetta allt ég hef ekki miklar áhyggjur.
Pabbi og mamma eru að fara að koma til okkar á fimmtudaginn í næstu viku (miðvikudaginn ef ég næ að sannfæra þau um það ;D) óg ætla þau að vera með okkur yfir þá helgi. Á mánudeginum förum við moli svo með þeim aftur til Flórída og verðum með þeim í viku og fáum að hitta afa og ömmu en það verður alveg frábært. Við fljúgum svo heim 5 október en amma og afi eru svo æðisleg að þau borga fyrir okkur flugið heim :D.
Ég já er s.s búin að skrifa öll jólakortin í ár 53 talsins vantar bara tvö heimilisföng og þá er allt komið en það er frábært að vera búin að þessu en ég hlakka svo til að geta gert þetta með Davíð á næsta ári ;). Núna vantar bara að taka sæta jólamynd og þá eru þau alveg tilbúin.
Jæja ég ætla ða fara ða undirbúa skrapp bóka gerð finna myndir og svona.
Knús
Fjóla og Moli
4 comments:
Þú ert svo dugleg Fjóla mín :D
Knús á þig og hlakka til að hitta þig í Noregi :D
Kristín
Ég líka :D
ooo hvað ég væri til í að koma með þér á Eurovision! Verður örugglega æði!
Knús til ykkar allra
Kveðja,
Elísabet
já ég væri sko alveg til í að fá þig með mér út Elísabet :D. Verð hjá Helgu vinkonu minni :D
Post a Comment