Thursday, August 28, 2008

Spánn framundan

Þá er að koma að því, við förum til Spánar á morgun nánar tiltekið Malaca. Moli fer til Kristínar í kvöld þar sem við förum svo rosalega snemma í fyrramálið. Við erum ekki enn búin að finna út hver getur skutlað okkur en ég ætla að reyna að hringja aftur í afa og ömmu í Garðhúsi og sjá hvort þau geti hjálpað okkur. Við erum ekkert búin að pakka en gerum það í kvöld. Annars erum við að standa í algjöru veseni með bílin hjá pabba og mömmu en startarinn í honum er ekki í lagi þannig að hann er fastur á bílaplaninu hjá Nettó og ég er búin að hringja á Vöku og bíð eftir því að þeir komi og sæki hann. Það á eftir að kosta þó nokkra þúsundkalla en það verður bara að hafa það.
Jæja ég segi ekki meira í bili.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Tuesday, August 26, 2008

Fyndnasta myndband í heimi

Húsdýragarðurinn

Ég fékk símhringingu í gær frá Húsdýragarðinum um starf sem ég sóti um þar. Um er að ræða helgarvinnu sem myndi nú samt ekki vera nema svona 3 dagar í mánuði en ég er alveg til í að taka það að mér sem aukavinnu ef ég get fengið að taka littla skotið mitt með. Ég á að fá hringingu frá dýrahirði í dag þar sem hann talar við mig um vinnuna.
Ég og Davíð erum að fara til tannsa í dag í Keflavík og vonandi gengur það bara vel engar skemmdir eða neitt ;).
Aris mín er farin heim til mömmu sinnar. Planið er samt að hittast í dag og fara út að labba með voffana áður en ég fer til tannsa. Í kvöld ætlum við Davíð og Moli að fara og hjálpa Chihuahua deildinni að safna peningum með því að tína rusl. Halldóra Reykdal ætlar að taka með sér hvolpaskot fyrir mig að skoða en við sjáum bara hvernig það fer.

Ég hef það ekki lengra bið bara að heylsa ykkur öllum

Kær kveðja Fjóla og Moli

Sunday, August 24, 2008

Kveðjupartý :D !!!!!!!!!!!!!!!!!!

Eins og flestir vita erum við Davíð og Moli að fara á vit ævintýrana og flytja til Bandaríkjana núna í janúar á næsta ári. Þar sem við viljum ekki fara nema að fá að kveðja sem allra allra flesta ætlum við að hafa kveðjupartý. Við erum búin að panta sal en ég ætla ekkert að segja hvar hann er strax en dagsetninguna ætla ég að segja svo sem flestir geti tekið daginn frá. 30. desember afmælistadurinn hans Davíðs varð fyrir valinu, þetta verður því þannig einskonar kveðju afmælispartú þar sem við eigum bæði afmæli nálægt áramótunum (30. des og 5. jan). Við viljum að sem flestir komi en þetta verður auglýst síðar ekki örvænta.

Kær kveðja Fjóla, Davíð og Moli

Takið daginn frá :D !!!!!!!!!!!!

Hundasnyrting

Komiði sæl

Vildi bara benda þeim á sem lesa bloggið mitt og eiga hund að ég ætla að bjóða fram hundasnyrtiþjónustu heima hjá mér á sanngjörnu verði. Endilega þeir sem hafa áhuga skoðið hundaspjallið.is
http://www.hundaspjall.is/phpbb/viewtopic.php?t=8841

Kær kveðja Fjóla og Moli

Friday, August 22, 2008

ÍSLAND BEST Í HEIMI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Strákar þið eruð BESTIR
KOMASVOOOOOOOO....VVVVÚÚÚÚHHHHHHHÚÚÚÚÚ!!!!!!!!!!!!!!!!

Wednesday, August 20, 2008

Treysta Guði

Það er svo erfitt að treysta Guði stundum.... eða eiginlega alltaf. Guð er samt það besta sem við getum hugsað okkur að eiga að. Ég ætla að leggja í hendur hans ákveðin hlut sem ég ætla að treysta honum fyrir að finna rétta vegin fyrir mig. Ég ætla að reya að hafa ekki áhyggjur og þráhyggjur og sjá hvað gerist ef ég treysti bara Guði.

Guð blessi ykkur

Fjóla

Komnir í undanúrslit

Strákarnir okkar eru bara komnir í undanúrslit eftir frábæran sigur á Pólverjum í morgun. Það er ekki þaust við að maður sé montin af strákunum sínum. Ég veit ekki hvað þetta er með það að allir eru svo brjálaðislega ánægðir með Alfreð þjálfara ég er alveg með það á hreynu og hef alltaf sagt að Gummi er miklu betri þjálfari fyrir þetta lið og ég ætla bara að segja að segja ég hafði rétt fyrir mér.

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hundasnyrting

Jæja ég er að fara að fá mína fyrstu kúnna á morgun og á fimmtudaginn. Þetta er hún Ingibjörg frænka mín og hundurinn hennar Onisuka og svo Hulda frænka og hundurinn hennar Perla. Onisuka er Fox terrier sem á bara að raka niður svo hárinn á honum verða styttri vegna þess að hann fer svo mikið úr hárum. Perlu sem er poodle og coker blanda á svo að raka líka en ekki stutt og snirta undir fótum og andlit gera hana sæta og fína.
Ég leifi ykkur að sjá fyrir og eftir myndir ef ég man að taka þær ætla rétt að vona það. Hver veit nema ég auglýsi mig á netinu og taki hunda heim og verði með smá bissnes bara hérna heima. Hver veit????

Gott í bili Fjóla og voffarnir

Tuesday, August 19, 2008

146 dagar....

Þangað til ég flyt út til Bandaríkjana. Ég fer þann 12. janúar með Mola en Davíð og tengdapabbi fara á afmælisdaginn minn 5. janúar. Ég er rólega að skipuleggja allt fyrir Mola sprautur og annað sem hann þarf að ganga í gegnum. Það er búið að pannta fyrir hann hundaæðisbóluefnið og ætla ég með hann einhverntíman í október. Við Davíð erum líka að skipuleggja kveðjupartý og erum við lang hrifnust af því að hafa það á afmælisdeginum hans Davíðs 30. desember og myndi þetta þá vera Kveðju afmælispartý fyrir okkur bæði. Erum búin að vera að velta fyrir okkur sölum þar sem við þurfum mikið pláss.
Ég ætla að fara að heimsækja Helgu nema einhvað hræðilegt komi uppá svo ég komist ekki en það yrði líklega í október. Ekkert enþá að heyra í sambandi við vinnu mál en ég bíð bara þolinmóð og vona að Guð komi með eitthvað mjög gott handa mér.
Ég ætla að fara að koma mér afstað með hundavitleysingana veit bara ekki alveg hvert ég á að fara með þá kanski að ég plati afa með mér í göngu hjá Búrfelsgjánni?

Jæja hef það ekki fleyra að sinni

Kær kveðja Fjóla, Moli og Aris

Monday, August 18, 2008

Með vinnu áhyggjur :(

Ég verð alveg að viðurkenna það að ég hef vinnu áhuggjur. Mig langar að vinna við eitthvað sem ég hef áhuga á eða geta sótt um vinnu nálægt heimilinu mínu. Vonandi mun Guð koma með lausn á réttum tíma fyrir mig svo ég þurfi ekki að hafa of miklar áhuggjur.

Fjóla

Sumabústaða ferð

Við fórum í bústað með Marisu og Jóni um helgna og að sjálfsögðu fengu voffarnir að koma með. Við skemmtum okkur konunglega, borðuðum alltof mikið af nammi og öðru rusli, skelltum okkur í sund, spiluðum, horfðum á leikinn Ísland-Danmörk, fórum í labbitúr á Heklu og markt fleira.
Núna er ég að manna mig upp í að taka hundana út í smá labb og gera einhvað af viti.
Hef ekkert meira að segja að þessu stöddu. Hafið það gott.


Blessó Fjóla, Moli og Aris


Nokkrar myndir úr göngu túr hjá okkur þremeningunum fyrr í vikunni

Aris og Moli rosa fín í sólinni

Ég og Aris

Ég og Moli

Jón Magnús í bústaðnum

Aris að lúlla sig smá

Davíð sæti

Moli sinn að lúlla svo sætur og þreyttur

Aris sæta

Moli er góður í því að koma sér fyrir í alveg fáránlegum stellingum á öxlunum á pabba sínum eins og sjá má
Aris á Heklu

Marisa, Moli, Ég og Aris á Heklu í snjónum

Ég með voffalingana mína í hrauninu

Já Jón fékk sér smá lúr en Marisa var ekki nétt sérlega ánægð með það eins og má sjá ;D

Davíð að skrifa minnismiða

Við fórum í Bíóspilið og ég ætla að leifa ykkur að komast að því hvað ég var að reyna að teikna;)

Aris þreitt og sæl

Já enþá smá þreitt

Já uhum... this is Marisa and Jón fore you!!!!

Thursday, August 14, 2008

Ólempíuleikarnir

Ég er búin að vara að horfa á Ólempíu leikana og þá sérstaklega handboltan hjá strákunum okkar. Ég veit ekki hvort þið hafið verið að vekja mikla athyggli að krökunum sem koma gangandi inn í salin og halda í höndina á handboltaköllunum en þessi börn eru svo yndisleg. Þau koma inn skælbrosandi, veifa til áhorfenda og svo þegar verið er að kynna liðin og liðsmenn eru þau að knúsa leikmennina. Ég held að þetta sé eitt það sætasta sem ég hef séð.
Ef þið hafið ekki verið að horfa á þau fylgist með þeim næst þau geisla af gleði elsku litlu elskurnar.

Kveðja Fjóla

Tuesday, August 12, 2008

Leiðist

Hvað skal gera þegar maður nennir ekki að gera það sem þarf að gera eins og taka til ganga frá og allan þann endalausa lista af verkum.
Ég sit núna á rassinum með tölvuna í fanginu, tvo sofandi sátta hunda við hlið mér og er að tala við Svanhvíti frænku alla leið frá Chile það er alveg magnað hvað þessar tölvur geta. Ég er búin að fara með voffana í rúmlega klukkutíma morgunlabb svo fór ég með þau út áðan á hjólinu að hlaupa til mömmu og pabba að ná í lyklana af bílnum þeirra því ég þarf að fá hann lánaðan. Þar hittu voffarnir Coco og Sól og voru það rosaleg fagnaðar læti allavegana hjá Mola.
Það góða er að Íslendingar voru að vinna sinn annan sigur á Ólempíuleikunum í handbolta á móti Þrjólverjum og er ég ekkert smá sátt við það. Helga mín hringdi í morgun og mikið rosalega var ég glöð að heyra frá henni. Allt gekk vel Fróði bara hress og ekkert að fatta að hann sé ekki á Íslandi, Helga þurfti ekki að spandera peningum í húsgögn þar sem hún fær alveg það sem hún þarf hjá vinkonu mömmu sinnar alveg óvænt þannig að hún er rosalega sátt. Íbúðin er bara rosalega fín þrátt fyrir að vera lítil en það er sosem allt í góðu þar sem hún er nú bara ein og Fróði sinn.
Davíð var að hringja rétt í þessu og láta mig vita að okkur sé boðið í mat til tengdó og ælta Guðlaug og Sveinbjörn að koma hingarð hjólandi og svo hjólum við öll saman upp í vesturbæ sem er alveg rosalega fínt þá getur Aris hlaupið smá og eitt þessari orku sem hún hefur.
Ég ætla ekki að hafa það lengra í þetta skiptið vona bara að þið hafið það gott og að þið skemmtið ykkur vel um helgina því ég veit að ég á eftir að gera það ;) í sumarbústað.

Fjóla, Moli og Aris

Monday, August 11, 2008

Myndir eins og alltaf ;D

Jæja það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Ég er með hundunum alla daga og finnst það bara fínt. Ég ætla nú samt að fara að byrja að vinna eithvað í þessum atvinnu málum og sækja um í Garðheimum á morgun og athuga með Dýrabæ aftur. Annars er allt gott að frétta. Helga mín og Fróði minn eru farin til Noregs og sakna ég þeirra sárt strax. Ég vona að allt hafi gengið vel hjá þeim og vonast til að heyra frá þeim fljótlega.
Á fimmtudaginn er okkur svo boðið til Halldórs og Tinnu og verður það rosalegt stuð og hlakka ég mikið til þess. Um helgina er svo sumarbústaða ferð með Joni, Riss og Jóni Kristinni og hlakka ég mikið til þess enda allt of langt síðan við hengum saman. Voffarnir fá að fljóta með og ætlum við að vonast eftir góðu veðri svo við getum eitt löngum stundum úti.
Ég hef það ekki fleira en endilega njótið myndana frá Flórída og síðastliðnum dögum.
Davíð brendist eins og vanalega þegar við vorum úti en það er allt í góðu

Ég fékk draum minn uppfyltan ég keyfti mér hengirúm og ég er í skýunum ;D

Þarna eru við Davíð með Rob og Holly en Rob er sonur Mikes og Debbie vinafólks pabba og mömmu frá Canada

Mike og Debbie hress og kát

Við fórum á markaðinn með pabba og mömmu eina helgina og það kom þessi líka brjálaða rigning eins og sjá má á flóðinu á þessari mynd

Ó já gott fólk þarna er hann engin annar en Jesús Kristur

Jesús krossfestur

Jesús upprisin YYYEESSSS!!!!!!!!!!!!

Við röltum um í Down Town Disney og það var rosa gaman eins og sjá má

mamma og pabbi fór á kostum ;D
Við fórum á Reinforest Café með Norðmönnunum og var það algjört æði en þarna er mynd af Davíð með sinn rétt en hann panntaði sallat vegna þess að hann ætlaði að vera hollur og var ekkert svo svangur en nnneeeeeii Davíð fékk það stærsta sallat sem ég hef á æfinni séð. Davíð kom þá með þetta snildar comment "I thought that we were suppose to save the rainforest not EAT IT....."

Ég að leika mér á ströndinni ég kýs að kalla þessa Worship

Hlynsi Bróssi að setjast í fyrsta sinn aftur í Fabíó Mola Mustangin okkar en hann rak hausinn upp í þakið enda ekki mikið pláss afturí

Mér finnst þessi mynd dásamleg... hvað skildi hann vera að hugsa?

Moli fallegasti að slappa af hjá pabba sínum
Aris og Moli sinn á steini rosalega flott þessi

Við Davíð áttum 4 ára brúðkaupsafmæli á fimtudaginn 7. ágúst og fórum við út að borða á Hereford

Ég og Helga í Kolaportinu en við vorum þar um helgina að selja dót og reyna að græða pening ;D

Moli og Aris. Við fórum í göngu og hjólaferð í dag þar sem þau hlupu með hjólinu rosalega dugleg svo var langt lausahlaup

Moli á leiðinni heim úr sumarbústaða ferð með afa og ömmu sem við fórum í í dag þar sem hann hitti Onisuka og svo kom Aris náttúrulega með

Thursday, August 07, 2008

4. Æðisleg ár!!!!!!!!

Við Davíð eigum 4. ára brúðkaupsafmæli í dag JJJEEEEIIIIIII!!!!!!!!!!!!
Við erum núna að gera okkur til að fara út að borða ekkert of fínt ætlum á Hereford þar sem við fengum afsláttar miða og hann er ekki of dýr. Voffarnir eru búinr að vera frekar þreyttir í dag en ég vona að það þýði ekki að þeir verði eins og vitleysingar í kvöld ;D.
Ég ætta ekki að hafa þetta mjög langt í dag en tala betur við ykkur seinna þarf að fara að klára að gera mig til.

Kær kveðja Fjóla

Wednesday, August 06, 2008

Komin heim og allt á fullu

Við Davíð komum heim á föstudaginn og erum búin að vera á fullu síðan þá. Við lögðum afstað á Kotmót strax á laugardaginn og vorum fram á sunnudag, Moli kom með. Aris hennar Kristínar vinkonu er í pössun hjá okkur og gengur allt vel þrátt fyrir smá væl síðastliðna nótt en ég ætla að giska á að það hafi verið vegna maga verks þar sem hún kastaði upp í búrið en þegar það var allt komið upp var hún lveg þögul til morguns. Henni og Mola koma bara vel saman þótt að Moli minn sé stundum ekki alveg með orkuna til að halda uppi við hana. Við fórum hjólandi upp í Vesturbæ í gær og voru báðir hundarnir í körfuni hjá mér alveg eins og kongur og drottning í ríki sínu, Aris fékk svo að hlaupa með hjólinu restina af leiðinni og hún var sko ekkert smá ánægð með það.
Jæja núna er bara að koma sér fyrir fyrir framan imban áður en ég fer út með hundana og slappa smá af. Svo er það bara að kíkja til Helgu og hjálpa henni við að pakka í kassa.

Kveð að sinni Fjóla, Moli og Aris

p.s. ég er búin að tína símanum mínum er að leita en er ekki búin að finna hann. Einnig á ég fult af myndum fyrir ykkur sem koma seinna.