Sunday, March 09, 2008

Nokkrar myndir frá gærdeginum


Í gær vaknaði ég um 9 leitið og fékk stutt eftir það sms frá Kristínu vinkonu. Hún spurði hvort ég hefði áhuga á að kíkja með sér í göngu. Ég sagði að sjálfsögðu já og við fórum í Elleðaárdalinn í frábæru veðri og var það rosalega frískandi í morgunsárið.

Gullfallegt veður í göngunni. Þetta er fossinn í Elleðaárdalnum


Esjan var svo falleg eins og hún væri með skýasæng yfir sér

Ég rölti svo með Moli til pabba og mömmu og enduðum við svo heima hjá Hlynsa og Dísu þar sem pabbi og Hlynsi voru að koma fyrir sjónvarpinu. Við skelltum okkur svo í IKEA og svindluðum Mola inn, rosa gaman hjá honum.


Moli elskar gluggan hjá Hlynsa getur setið á gólifu og horft á alla krakkana fyrir utan

Seinna um kvöldið skelltum við okkur svo í mat hjá Marco og Karo Þjóðverjavinunum okkar. Ég er að vinna með Marko í bakaríinu fyrir þá sem vita það ekki og er hann alveg frábær og þau bæði. Davíð fílaði þau bæði í botn og ég segi það sama mjög þægileg og skemmtileg, það er hægt að orða það þannig að manni líður vel í kringum þau. Moli fékk að koma með í taco veisluna og var hann mjög sáttur við það.
Ég læt þetta duga leifi ykkur bara að njóta myndanna.


Þarna er Marco kallinn altaf hress

Og þarna er Karo kærastan hans með Mola kallinn sem fílaði hana í tætlur en hún er algjör hundakelling eins og ég og ætlar að fá sér Pug þegar þau flytja aftur til Þýskalands

This one is especially for Marco for his Lonely glove collection ;) I saw it right in front of your house

Knúsar frá Fjólu og Mola

4 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir frábæra göngu alveg æðislegt veður búið að vera alla helgina ég notaði mér það sko alveg helling :)
Soldið kalt í morgun en vonandi kemur sólin þá hitnar svo mikið....
Sjáumst sem fyrst verðum að fara bæði í Nauthólsvíkina og svo í fjöruna :D

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Flottar myndir :) Hlakka til að kíkja í göngu næst ;)
Kveðja, Helga og Fróðagrísinn

Anonymous said...

Já hvenar eigum við nú að fara saman í göngu allar 3?
Komist þið á miðvikudaginn um 15:30?

Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Ég kemst þá í göngu ég veit ekki með Helgu held samt að hún sé laus en það gæti bara alveg verið bull.

Reynum við fjöruna á sunnudag eftir að helga er búin í vinnunni um 16 eða jafnvel fyrr en hún getur.

Kær kveðja Fjóla