Eftir morgunmat var svo farið afstað að leita eftir bílasölum þar sem rétta bílinn væri að finna. Við fundum þó nokkra suma of dýra en aðra í lagi. Það var einn hvítur sem okkur leist vel á með leddersætum, flottum græjum, einn eigandi en var frekar mikið keyrður eða 102.000 milur.
Við fórum líka í einhverja Big lot búð sem mamma vildi fara í og þar fór ég á það ógeðslegasta klósett sem ég hef nokkurntíman farið á. OJ. Mamma keyfti þó þar borð og stóla út á svalir hérna í íbúðinni sem var mjög flott.
Við skelltum okkur líka í BJ´s og þar fann ég alveg frábært töskusett á aðeins $99.90 rosalega brúnar og doppóttar og sætar eins og þið sjáið. Ég keyfti líka headset til að geta talað við Davíð í gegnum Skype. Mamma og pabbi keyftu líka alveg sjúklega góðar mandarínur og kirsuberjatómata sem voru bara dísætir. Við komum svo heim rétt til að koma með allt draslið inn og svona en töfðumst lengur en við ætluðum. En svo var farið afstað til að skoða einn bíl sem ég fann í gegnum Autotrader. Viti menn þessi ágæti bíll er minn og Davíðs í dag. Já það er rétt gott fólk ég er búin að kaupa bíl, Fabio Moli is born. Við keyrðum í um 30 milur (50 km) frá íbúðinni til að skoða gripinn. Þegar við mættum á svæðið fengum við strax að taka smá rúnt á honum með bílasalanum. Okkur leist mjög vel á hann enda mjög vel með farinn jafnt að innan sem utan, ekki dæld á honum og lítur hann enganvegin út fyrir að vera 6 ára gamall. Stax og við sýndum honum áhuga greip bílasalinn okkur taki og vildi sko ekki sleppa en við vorum undirbúin undur það svo sem. Við fórum strax inn og hann lét mig skrifa á pappíra vegna tryginganna og reiknaði svo út veðrið. Bíllinn átti að kosta $6995 en þegar hann var búin að bæta við sölugjaldi, skatti, númeraplötuverði og einhverju fleiru var bílinn komin upp í hvorki meira né minna en $8196. Við náttúrulega vorum ekki búin að reykna með því að bílinn myndi hækka um rúmlega $1000 við kaupinn og vorum því ekki tilbúin að svara hér og nú með hvort við ætluðum að taka hann enda verðið komið vel yfir ásett hámarksverð sem við Davíð vorum tilbúin að kaupa á. Hann byrjar þá að spurja mig hversu langt frá mínu veðri þetta er en ég vil ekkert segja segi bara að ég þurfi að tala við manninn minn fyrst áður en ég tek ákvörðun. Ekki meira en mínútu seina kemur bossinn og segir heyrðu við erum tilbúin að láta þig fá bílinn á $6610 ef við gengjum frá því núna. Við náttúrulega vissum ekki almennilega hvað á okkur stóð veðrið því þarna á innanvið 2 mín var búið að lækka bílinn um $1600 ca.
Málin enduðu þannig að ég keyrði heim á lánuðum númeraplötum sem við skilum á morgun til þeirra þegar við borgum bílinn. Ég er rosalega sátt við gripinn og vona að alt sé í mjög góðu standi hjá honum en allt það sem ég sé er mjög fínt.
Ég er núna að fara að fá mér Hungry Howie pizzu enda er ég alveg að farast úr hungri ;). Kem með aðra færslu sem fyrst.
Knúsar og Kossar Fjóla og Fabio Moli ;).
6 comments:
Ótrúlega sæt taska :)
Til hamingju með bílinn hann er rosalega flottur og flottur litur á honum líka :)
Hlakka til að sjá næsta blogg
Kristín, Sóldís og Aris
Enginn smá glæsikerra! Nafnið passar vel :) Töskusettið er líka mjög sætt, mjög þú ;) Ég fæ alveg í magann að sjá myndirnar, langar svo hrikalega að skella mér út til þín, á margar góðar minningar frá síðustu Bandaríkjaferð.
Vona að allt gangi vel.
Knús, Helga og Fróði
Hann er ekkert að drepast úr ljótleika :o)
Þú ert alltaf flottust Fjóla mín :) knús knús, hlakka til að heyra í þér!!!
- Davíð
Ég sýndi mömmu bílinn og hún er alveg sjúk. Hún er alger bílakelling og Mustang er einn af hennar uppáhalds. Ég átti bara að skila því til þín, en hún biður líka að heilsa ;)
hey man! you got it! yay yay yay!
Yes I got it :D I´m so happy.
Takk Helga fyrir kveðjuna.
Post a Comment