Monday, March 24, 2008

Þá er ferðin hafin

Ég sit hér á Betristofunni í Leifstöð og ákvað að nota tækifærið og blogga. Dagurinn byrjaði mjög vel hjá okkur Davíð en eftir sturtuferð gerðist eitt að því versta sem hefði geta gerst (ekkert mikið drama bara smá) ég stíflaðist í þriðja sinn í öðru eyranu. Ég náttúrulega panikaði vegna þess að þannig er ég og endaði það með því að við Davíð drifum okkur á bráðamótökuna (þetta var svo alvarlegt mál sjáiði til ;9) og sögðum að við yrðum að komast að sem fyrst til að láta sjúga úr eyranu á mér þar sem ég ætti að taka flug seinna um daginn og kæmi ekki heim fyrr en eftri rúmlega 2 mánuði. Ég fékk rosalega fínan og lúnkinn gæja til að hjálpa mér við eyrað en hann sprautaði vatni inn í eyrað og losaði það sem var fast. Ég hafði náttúrulega ekki mikla trú á að það myndi ganga þar sem ég hef gengið í gegnum það áður og fúlnaði þá vatnið inni í eyranu á mér ekki gott. En læknakallinn kom mér bara á óvart og náði alveg að losa mig við allt vatn og allann skít úr eyranu.
Efir það áfall var svo brunað heim og klárað að pakka og gera allt til fyrir ferðina. Sem betur fer var það nánast allt tilbúið þannig að ég fór ekki alveg yfir um.
Elsku bestustu Jón og Marisa hringdu svo í mig rétt áður en við lögðum afstað til að óska mér góðrar ferðar og segja að þau elski mig So I say I Love you guys so much Riss and Jónsi and I will miss you very very much. Helga og Fróði náðu að koma og knúsa mig bless sem var meira en lítið vel þegið og á ég eftir að sakna þeirra mikið. Elsku bestasta fólk þið eruð æði og ég á eftir að sakna ykkar mjög mjög mikið.
En eftir erfiða kveðju stund við hundinn minn sem vissi voða lítið hvað var að gerast og manninn minn sem vissi alveg hvað var að gerast er ég hér komin og bíð eftir að flugvélin taki mig langt langt í burtu frá þeim og ykkur.
Ég bið Guð að blessa ykkur og ég sendi inn blogg eins fljótt og ég get.

Kær kveðja Fjóla Flórída

7 comments:

Helga said...

Góða ferð, Fjóla mín. Ég á eftir að sakna þín svo. En þetta verður enga stund að líða. Njóttu þess að vera þarna úti og upplifa nýja hluti og öðlast meiri trú og sjálfstæði.
Hlakka til að lesa næsta blogg.
Stórt knús, Helga og Fróðalús

Anonymous said...

Hæ, ofsalega ánægður að sjá þig byrja að blogga svona snemma :) hlakka til að lesa fleiri bloggfærslur hjá þér :) knús knús

kv. Davíð

Anonymous said...

Gaman að sjá að þú sért strax farin að blogga :)
Á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þetta verður fljótt að líða og á bara eftir að vera gaman hjá þér og fullt að upplifa svona mikið nýtt og kynnast svona mörgum hundum :)
Hlakka til að sjá næsta blogg :D

Kristín, Sóldís og Aris

Fjóla Dögg said...

Jæja ég er komin í íbúðina og við erum ða far ða gera okkur til í háttinn. Flugið og allt annað gekk vel.
Verð ekki lengi að blogga aftur verið ekki hrædd um það ;).
Elska ykkur öll og sakna strax

Kv Fjóla

Anonymous said...

Frábært að allt gekk vel hlakka til að sjá næsta blogg ;)

Tomas said...

Hæ bestust...
Nohh... bara lúxus á betri stofunni... ég segi að það sé miklu meiri stemming að hýrast á hörðum bekkjum sem virðast bara vera hannað til þess að láta fólki líða illa!
Þú átt eftir að standa þig eins og hetja úti! Hlakka til að lesa um reynsluna

Fjóla Dögg said...

Tommi ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekki tilbúni að upplifa þína flugvalla reynslu í bráð ;)

Kv Fjóla