- Fórum og skráðum bílinn á gestastæði hérna í götunni þannig að hann er löglegur hér með í götunni til janúar 2009.
- Næst var svo farið til hennar Ruth Swanto sem er tryggingar kellingin þeirra mömmu og pabba. Við fórum yfir tryggingamál og allt er nánast tilbúið fyrir utan ökuskírteinisnúmerið mitt sem ég fæ ekki fyrr en á morgun ef ég næ prófinu þannig að ég yrði mjög þakklát ef þið gætuð minst á mig í bænum ykkar að ég nái því nú alveg örugglega.
- Vegna þess að tryggingarnar eru ekki alveg klárar var ekki farið og borgaður billinn í dag en það verður gert á morgun í staðinn.
- Pabbi var orðin svangur þegar þessu öllu var lokið svo við fórum á Taco bell og fengum okkur hádegismat.
- Næsta skref var að fara í bankann og leggja inn peninginn minn og fá svo ávísun frá bankanum til að borga bílinn.
- Svo var komin tími í smá afslappelsi eða þar að segja Target.
- Publix var það síðasta á dagskrá í dag og er ég komin hingað heim núna þreitt og lúin.
Núna á svo bara að slappa af og slaka á, klára að lesa og læra fyrir bílprófið og horfa á TV og borða kvöldmat. Dagurinn á morgun verðu líka mjög strembinn en þá þarf ða reyna að komast yfir 1. bílprófið, 2. tryggingar hjá Ruth, 3. borga bílasölunni og 4. fara í skólann minn og fá upplýsingar þar um hvenar og hvernig ég borga, í hverju ég á að vera, hvenar ég á að kaupa verkfæratöskuna o.s.fv.
Guð blessi ykkur ott fólk þangað til næst :D
3 comments:
Hæhæ
ég vona að bílprófið hafi gengið vel eða muni ganga vel!! :)
og til að kommenta líka á bloggið að ofan... íbúðin lítur mjög vel út .. .eða allavega stofan á þessari mynd hehe ... mjög breytt síðan ég sá hana ;)
annars fór ég á taco bell hér heima í dag og ég verð nú bara að segja að þetta var viðbjóðslegasti matur sem ég hef borðað... ég kýs þjóðarrétt eþjópíu fram yfir þetta og það er nú mikið sagt... vonandi er taco bell betra í usa! :)
ó já það er eitt að því besta sem ég fæ hérna úti skindibitalega séð og hollari.
Bílprófið er ekki fyrr en á morgun eða 27. mars en ég vona líka að það gangi vel ;).
Kv Fjóla
Vonandi hefur bílprófið gengið vel trúi ekki öðru :)
Knús Kristín
Post a Comment