Tuesday, March 11, 2008

13 eða 14 dagar í brottför!

Jæja þá er sko farið að styttast í að ég fari út. Pabbi hefur verið að reyna ða vinna í því að ég komist út degi fyrr eða 24. mars vegna þess að þá fara þau út (þar ða segja pabbi og mamma) og væri gott að fara samferða þeim annars skiptir þetta ekki öllu máli.
Við Moli kíktum til Helgu í dag til að hjálpa henni smá við að pakka niður þar sem hún er á fullu að flytja út úr íbúðinni sinni þessa dagana. Ég mætti með sá bakaríis mat til gellunar og svo var bara farið í að pakka niður í kassa. Heimsóknin var þó ekki mjög löng þar sem ég þurfti að fara og ná í Davíð upp í skóla en það var allt í lagi.
Við Davíð skelltum okkur svo í stutta sundferð áður en við fórum í mat til tengdó sem var löngu komin tími á þar sem manni finnst eins og maður hefur ekki sé þau í ár og öld. Allir í Vesturbænum eru mjög hressir og kátir og stuð á mannskapnum ;).
Núna er Davíð með tengdapabba á Gideon fundi þar sem verið er að vígja Davíð inn í félagið. Ég þurfti að sjálfsögðu að spurja og vera með vesen hvort þetta væri ekki bara Frímúrararegla í dulbúningi en þau tóku þessu nú ekki mjög alvarlega þar sem þau vita hvernig ég er.
Núna liggjum við Moli og huggum okkur uppi í rúmmi og ætlum að fara snemma að sofa það er mikið sem er framundan og þarf að safna orku til að komast í gegnum allan þann pakka.
Svona til að nefna það helsta þá ætla ég að skella mér í bíó á fimmtudag með Kristínu og Helgu á 27 dressis, á föstudag eru Sálar tónleikar kl 22:00 sem ég verð að syngja á, á laugardag er svo kóræfing, Esju labb með Karo og Marko og matarboð um kvöldið með þeim líka og á sunnudaginn er svo planað að reyna að fara í fjöruferð mðe Kristínu og Helgu ásamt öllum voffunum.
Mikið að gera og ekki minkar það í næstu viku.

Takk í kvöld Kær kveðja Fjóla og Moli kúrudýr

5 comments:

Dagný said...

vá spennandi tímar framundan!! :)
hvernig gengur að læra undir bílprófið? mig hryllir bara við tilhugsuninni um að þurfa að taka bílpróf aftur ef ég þyrfti einhvern tíma að gera það hehe
en vonandi gengur allt vel! :)

Fjóla Dögg said...

Það gengur bara vel er ekki eins erfitt og hérna heima þannig að ég er ekkert rosalega stressuð.
Annars gengur allt vel og spennan bara í hámarki. Takk fyrir að spurja mig ;).

Dagný said...

Frábært! gott að vita að bandarísk bílpróf eru auðveldari hehe :)
anyway við heyrumst kannski bara á msn :)

Anonymous said...

Nhoo það er aldeilis að fara að syngja á Sálar tónleikum. Ég er einmitt að fara að passa fyrir fólk sem er að fara á tónleikana :D
Hlakka til að fara í bíó á morgun með ykkur ;)

Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Það var sko vel þegið að fá þig í heimsókn í gær, Fjóla mín. Ég vona að það gangi nógu vel í dag og á morgun til þess að ég geti komið með ykkur á myndina :)
Kveðja, Helga og Fróðagrís