Ég er búin að vera mikið að vinna og held því áfram þessa vikuna. Ég sakna þess að fara ekki í nógu margar göngur með Helgu og Kristínu þessa dagana vegna tímaleysis.
Allt gengur vel í vinnunni er að vinna með mjög fínum strák sem heitir Markó og er frá Þýskalandi. Ég er þó byrjuð að telja niður dagana þangað til ég fer til Flórída og held ég að dagarnir séu 63 þangað til ferðini er heitið til Fyrirheitnalandsins.
Ég er byrjuð í Gospelkór Reykjavíkur og er það algjör snyld loksins segi ég bara. Óskar hringdi í mig á föstudaginn síðasta og mætti ég strax laugardeginum þar á eftir. Það verður nóg að gera þar og er ég spennt að fá að vera með.
Í byrjun næsta mánaðar eða nánar tiltekið 1. febrúar er svo stóri dagurinn. Frumýning á Sweeney Todd og ég get ekki BEÐIÐ!!!!! Ég er búin að ná að plada Svanhvíti frænku og Helgu með okkur og held ég bara líka Tomma í lúxussalinn :D.Ég er byrjuð í Gospelkór Reykjavíkur og er það algjör snyld loksins segi ég bara. Óskar hringdi í mig á föstudaginn síðasta og mætti ég strax laugardeginum þar á eftir. Það verður nóg að gera þar og er ég spennt að fá að vera með.
Ég fer líka að skrá mig í námið hjá hundasnyrtiskólanum en ætli það verði ekki gert strax í byrjun febrúar. Ef einhver hefur áhuga þá er þetta lingurinn á heimasíðu skólans sem ég fer í http://www.academyofanimalarts.com/.
Ég er búin að vera að skoða rosalega mikið draumastaðinn minn á þessari jörðu svei mér þá eða Prince Edward Island og vá hvað ég get ekki beðið að komast þangað ekki núna í sumar heldur sumarið 2009. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þann dásamlega stað geta ferið á þessa heimasíðu http://www.gov.pe.ca/visitorsguide/ Himnaríki á jörðu. Ég er búin að hafa samband við tvo Chihuahua ræktendur á Flórída til að sjá og forvitnast um ræktunina þar. Ég er einig búin að senda á deildina hérna heima og forvitnast um got í sumar. Ég er svona að gæla við hugmyndina að fá bara annan Chihuahua en ekkert er ákveðið frekar en áður. Ég held ég hafi það ekki lengra í bili í þetta skiptið en hafið það gott og Guð blessi ykkur.
Kær kveðja Fjóla Dögg
3 comments:
Mér er einmitt búið að vera hugsað til þín, Fjóla mín. Ég er sjálf í vinnutörn núna og hef ekki haft mikinn tíma eða orku í gera mikið meira en að vinna. Ég skoðaði heimasíðuna fyrir hundasnyrtiskólann, virkar mjög spennandi og örugglega skemmtilegt að prófa þetta. Mér líst vel á þessar tjúapælingar þínar ;) Annars virkar þessi eyja í Kanada mjög falleg, en ég gat ekki séð annað en þetta væri aðallega túristastaður, þ.e. kannski ekki margir sem búa þarna? Annars hefur mig alltaf langað til Kanada, hef heyrt það sé mjög fallegt þar. Langar reyndar bara rosa til Bandaríkjanna þegar þú ert alltaf að tala svona um þau :Þ Allavega, heyri í þér sem fyrst, kannski á morgun? Er laus þá eftir ca kl 15 ;)
Kveðja, Helga
Gaman að fá loksins blogg :D
Ég er sko alveg farin að bíða eftir göngu allar 3...
Ég er að fara til Kanada í sumar og ferðast alveg helling verður æði :D
Verðum að fara að hittast sem fyrst.. er laus í dag frá 16:45-19 ca. Svo er sýningarþjálfun í kvöld kl.20 held ég frekar en 19...
Lýst vel á tjúa pælingarnar ertu þá að spá í tík eða rakka? ;)
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris
rakka en ekkert er ákveðið er bara að velta þessu fyrir mér.
Já ganga sem alltra alltra fyrst. Ég er samt mjög mikið að vinna í vikunni en í lok vikunnar er ég nokkuð laus.
Fjóla
Post a Comment