Jæja ég biðst forláts að hafa ekki bloggað í marga daga. Ákvað aðeins að hvíla mig eftir dagleg blogg allan desember.
Ég er byrjuð að vinna aftur og VÁ hvað var efitt að mæta aftur eftir æðislegt jólafrí. Það er allt enn í hakki í vinnunni varðandi starfsfólk og ég veit aldrei með hverjum ég er að fara að vinna dag hvern. Núna ætla ég að taka mig á og vinna á hverjum degi til tvö og aðra hverja helgi þangað til ég fer út til að við fáum eins mikin pening og hækt er áður en ég fer út.
Ég er loksins búin að ná að fara í göngu með Helgu og Kristínu á sama tíma og var alveg kominn tími á það. Ætli maður pressi ekki soldið á helgu næstu tvo daga að fara í göngu þar sem hún er í frí en hún vinnur eins og geðsjúklingur þessa dagana að mér finnst allavegana.
Davíð átti afmæli 30 og varð hann 23 ára elsku litli kallinn. Ég bauð nokkrum stráka vinum hans að koma og spila póker og vissi Davíð ekkert af því fyrr en tveimur mínútum áður en þeir komu. Hann var alveg rosalega ánægður og fór Benjamín heim með sigurlauninn eftir pókerinn.
Á morgun erum við Davíð svo að fara á leikhús á Ivanof með Hilmi Snæ í Þjóðleikhúsinu og vonast ég til að það verði ágætis skemmtun.
Svo er það laugardagurinn þá verð ég 24 ára. Planið er að pjóða pabba og mömmu ásamt tengdó í hamborgahrygg og annað er ekki planað ætli ég reyni ekki bara að hafa það kósý með Davíð heima horfa á einhverja skemmtilega mynd og borða einhvað gott. Ég hef ekki ákveðið hvort ég haldi einhvað uppá daginn en það yrði þá allavegana ekki strax.
Annars voru áramótin mjög fín fengum sjúklega góðan kalkún hjá tengdó og spiluðum og skemmtum okkur konunglega eða það er að segja allir neðma Moli hann var rosalega kvektur og átti erfitt vildi bara liggja hjá mér og troða hausnum undir höndina mína. Þetta voru erfiðustu áramótin hans til þessa og ég hald að það sé vegna þess að hann er á seinna hræðsluskeiðinu enda passar það uppá aldur hans.
Ég er búin að vera að lesa Dexter í vinnunni sem við fengum í afmælis og jólagjöf frá Marisu og Jóni og er hún alveg rosalega skemmtileg gerir daginn styttri hjá mér í vinnunni sem er bara gott. Annars er þetta bara same old same old sem er alveg ágætt.
Ég er farin að hugsa rosalega mikið um hvernig þetta verður þegar ég fer út í rúmlega tvo mánuði án Davíðs og Mola. Þegar ég er í vinnunni get ég ekki beðið að komast í hitan og einhvað annað umhverfi en þegar ég kem heim vil ég ekkert fara. Spennandi en hræðilegt á sama tíma. Ég hef samt ákveðið að þetta verður tími sem ég ætla að eiða í mig, styrkja sambandið við Guð, vinna í sjálfstraustinu, bæta mataræðið og sjá að ég get þetta ein þrátt fyrir að það sé erfitt.
Ég hef það ekki lengra í þetta skiptið.
Kær kveðja Fjóla og Moli
Spennandi tímar framundan
11 years ago
3 comments:
Gleðilegt nýtt ár!
Takk fyrir það gamla!
Þú getur allt ef viljinn er fyrir hendi! Hugsaðu bara jákvætt, og þá kemur þetta allt saman.
Kv. Snærún
Jeeeiiiii...leikhús á morgun! Hlakka sko geggt mikið til :) knús knús -Davíð
takk fyrir það. Ég veit ég get þetta líka með Guðs hjálp :).
Fjóla
Post a Comment