Wednesday, January 23, 2008

Ég hef það gott

Ein góð af bestasta fólki í heimi frá 17 júní 2007
Mætti í vinnuna í dag á átti þann heiður að fá að vinna með bossanum eða Steinþóri. Það er alltaf ákveðið vandræðalegt að vinna með yfirmanni sínum en ekkert til að hafa áhyggjur af.
Ég fékk alveg óvænnt að fara heim úr vinnunni kl 14 í dag sem gerðið það að verkum að ég komst í mjög góða göngu með Kristínu, Sóldísi og Arisi. Við ætluðum okkur bara í smá göngu í hverfinu mínu sem endaði samt með því að vera alveg vel klukkutímalöng ganga sem teigði sig alveg niður í Elleðaárdalinn. Löngu komin tími á göngu og ég skil ekki hvernig ég get komist af án þeirra þegar mikið er að gera.
Ég er búin að vera frekar dugleg að borða ekki algjöra vitleysu þessa dagana og ætla að halda því áfram, ég meira að segja er búin að hreyfa mig fyrir utan gönguna í dag.
Ég er búin að taka ákvörðun um að sækja um í húsdýragarðinum og vona vona vona að ég fái vinnu þar sama á hvaða tíma dags. Ég heyrði nefnilega frá Kristínu að hún þekkti stelpu sem væri að vinna þar og fær að taka hundinn sinn með í vinnuna sem er það sem ég er að leita eftir.
Ég gerði lista áðan yfir því sem íbúðin okkar þarf að hafa úti á Flórída. Ég vil hafa það skjalfest þar sem Davíð og tengdapabba hefur verið falið það verkefni að finna íbúðina þegar þar að kemur.
Annars hef ég það gott og Davíð og Moli líka. Mikið að gera og á eftir að vinna slatta þangað til ég fer út sem er bara ágætt því þá fæ ég pening inn á heimilið og upp í neisluna mína úti á Flórída.

Guð blessi ykkur og varðveiti
Knúsar
Fjóla Dögg

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir æðislega göngu æði að fara í svona góða og langa göngu og ég er bara nokkuð ánægð með voffana Sóldís var bara á ágætis hraða ;)
En já vonandi færðu vinnu í húsdýragarðinum ég er einmitt að leyta mér að vinnu ég er svona með nokkrar vinnur í huga kannski ég spái í að sækja um í húsdýragarðinum líka hehe ;)

Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Takk fyrir æðislega göngu æði að fara í svona góða og langa göngu og ég er bara nokkuð ánægð með voffana Sóldís var bara á ágætis hraða ;)
En já vonandi færðu vinnu í húsdýragarðinum ég er einmitt að leyta mér að vinnu ég er svona með nokkrar vinnur í huga kannski ég spái í að sækja um í húsdýragarðinum líka hehe ;)

Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Gott að þú hefur það gott :)
Varðandi vinnu, það vantar nottla alltaf fólk í vinnuna mína ;)
Heyrumst, Helga