Jæja mín átti ekkert að mæta í skólan í dag þannig að stefnan var tekin á Gullfoss og Geysi með Mola, Marisu og frænku hennar sem Laurel sem er hér þangð til á morgun þar sem hún er á leiðinni til Grænlands þar sem hún verður í tvo og hálfan MÁNUÐ pæliði í því. Við lögðum afstað um hálf ellefu á Sam bílnum þeirra Jóns og Riss og allt gekk svona glimrandi vel þangað til við vorum komin á Grysi og við þurftum að fara út úr bílnum. Við vorum allar mjög vel klæddar, nema kanski ég var bara í gallabuxum ekki síðum nærjum eins og þær, Moli var meira að segja í úlpunni sinni en þvílíkur kuldi VÁ!!! Við vorum alsekki lengi þarna úti en Moli var farin að skjálfa eftir smá tíma sem er nú ekki eðlilegt fyrir hann þannig að ég setti hann inn á mig og við drifum okkur inn til að fá okkur smá heitt í kroppinn. Við fengum okkur smá að borða ég fékk mér pizzu og þær hamborgara og franskar.
Eftir það kíktum við snökt á Gullfoss og lögðum svo afstað heim á leið. Þegar við vorum á leiðinni að Geysi sáum við að afi hans Jóns var í bústaðnum þeirra og héldum við að hann væri líklega ða kveikja á hitanum vegnaþess að einhver ætlaði að nota hann. En það finndna var það að þegar við vorum lagðar afstað heim á leið og við keyrðum framhjá sumarbústaðnum sáum við að afi hans Jóns var akkúrat fyrir framan okkur. Hitti skemmtilega á.
Annars hef ég fátt að segja en bara það að ég er að fara á alfa 2 núna kl sjö og verð til kl tíu í kvöld. Vakna svo í fyrramálið kl sex og fer í næstsíðasta leikfimistíman minn í Boot camp og ég verð að viðurkenna að ég hlakka svolítið til þegar það er búið en samt ekki skiljiði?
Ég hef það ekki lengra að sinni knús og kram.
Fjóla og Moli
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Boot Campið...úff...já :D
Post a Comment