Þá er maður komin heim af helginni og er maður uppfullur af því að að gera betur sem er ekkert nema gott. Helgin var yndisleg og fullt af fólki sem fékk að kynnast Guði og Heilögum anda í fyrsta sinn. Í þetta skiptið var helgin haldin í Nesbúð þar sem Kotið var upptekið en þar hafa Alfa helgarnar alltaf verið haldnar.
Núna í dag vorum við Davíð að skoða biblíuna og lesa meðal annars í Jóhannesarguðspjalli og Jesaja. Mig langaði að byðja ykkur um að skoða vel eftirfarandi texta og pæla í aðstæðunum.
Ég ætla að byrja á Jóhannesarguðspjalli kafla 19 vers 2-22. Mig langar til að fá ykkur til að velta fyrir ykkur hvað þessa stund í lífi Jesú og líka í lífi Pílatusar hefur verið alveg sjúkleg. Ég ætla að feitletra setningar sem mér finnst svakalegar á einhvern hátt.
Þá lét Pílatus taka Jesú og húðstrýkja hann.
2. Hermennirnir fléttuðu kórónu úr þyrnum og settu á höfuð honum og lögðu yfir hann purpurakápu.
3. Þeir gengu hver af öðrum fyrir hann og sögðu: Sæll þú, konungur Gyðinga, og slógu hann í andlitið.
4. Pílatus gekk aftur út fyrir og sagði við þá: Nú leiði ég hann út til yðar, svo að þér skiljið, að ég finn enga sök hjá honum.
5. Jesús kom þá út fyrir með þyrnikórónuna og í purpurakápunni. Pílatus segir við þá: Sjáið manninn!
6. Þegar æðstu prestarnir og verðirnir sáu hann, æptu þeir: Krossfestu, krossfestu! Pílatus sagði við þá: Takið þér hann og krossfestið. Ég finn enga sök hjá honum.
7. Gyðingar svöruðu: Vér höfum lögmál, og samkvæmt lögmálinu á hann að deyja, því hann hefur gjört sjálfan sig að Guðs syni.
8. Þegar Pílatus heyrði þessi orð, varð hann enn hræddari.
9. Hann fór aftur inn í höllina og segir við Jesú: Hvaðan ertu? En Jesús veitti honum ekkert svar.
10. Pílatus segir þá við hann: Viltu ekki tala við mig? Veistu ekki, að ég hef vald til að láta þig lausan, og ég hef vald til að krossfesta þig?
11. Jesús svaraði: Þú hefðir ekkert vald yfir mér, ef þér væri ekki gefið það að ofan. Fyrir því ber sá þyngri sök, sem hefur selt mig þér í hendur.
12. Eftir þetta reyndi Pílatus enn að láta hann lausan. En Gyðingar æptu: Ef þú lætur hann lausan, ert þú ekki vinur keisarans. Hver sem gjörir sjálfan sig að konungi, rís á móti keisaranum.
13. Þegar Pílatus heyrði þessi orð, leiddi hann Jesú út og settist í dómstólinn á stað þeim, sem nefnist Steinhlað, á hebresku Gabbata.
14. Þá var aðfangadagur páska, um hádegi. Hann sagði við Gyðinga: Sjáið þar konung yðar!
15. Þá æptu þeir: Burt með hann! Burt með hann! Krossfestu hann! Pílatus segir við þá: Á ég að krossfesta konung yðar? Æðstu prestarnir svöruðu: Vér höfum engan konung nema keisarann.
16. Þá seldi hann þeim hann í hendur, að hann yrði krossfestur. Þeir tóku þá við Jesú.
17. Og hann bar kross sinn og fór út til staðar, sem nefnist Hauskúpa, á hebresku Golgata.
18. "Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra sinn til hvorrar handar; Jesús í miðið."
19. Pílatus hafði ritað yfirskrift og sett hana á krossinn. Þar stóð skrifað: JESÚS FRÁ NASARET, KONUNGUR GYÐINGA.
20. Margir Gyðingar lásu þessa yfirskrift, því staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni, og þetta var ritað á hebresku, latínu og grísku.
21. Þá sögðu æðstu prestar Gyðinga við Pílatus: Skrifaðu ekki konungur Gyðinga, heldur að hann hafi sagt: Ég er konungur Gyðinga.
22. Pílatus svaraði: Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað.
Finnst ykkur þetta ekki magnað. Ég held að maður þurfi ekki mikið hugmyndaflug til að koma þér á þennan stað og upplifa þessa stund aftur. Pæliði í þessu sem Pílótus segir hann er búinn að segja mörgu sinnum við Gyðingana að hann sjái ekkert sem Jesús hefur gert rangt og segir við Gyðingana takið þið hann bara og krossfestið vegna þess að hann vill losna frá þessu því hann veit að Jesús hefur ekkert gert rangt.
Mér finnst alveg mögnuð þessi orð í versi 7-10. Pílatus er svo hræddur vegna þess að hann er búin að sjá það sem Gyðingarnir sjá ekki.. það að Jesús er sonur Guðs og þessvegna er hann svona hræddur. Hann er líka á grátbyðja Jesú um að svara sér til þess að hann geti látið hann lausan og þurfi ekki að dæma hann til dauða og spyr hann hvort Jesú átti sig ekki á því hversu mikið vald hann hafi. Jesús svarar honum þó í 11 versi og segir að hann hefði ekkert vald yfir honum nema af því hann fékk það fá Guði og segir líkað að sökin muni vera þyngri á Gyðingunum en Pílatusi samt sem áður vegna þess að þeir framseldu hann (eða ég skil þetta þannig).
Pílatus spyr manfjldan Sjáið þið konung ykkar? Á ég að krossfesta Konung ykkar? Mér finnst þessar spurningar hans svo flottar hann er svo að reyna að sýna þeim fram á hvað þau eru að hann um að gera en þau sjá það ekki en að Jesús er Konungur þeirra.
Vers 19 er líka frábært þar sem Pílatus semur basicly textan á "legstein" Jesú. Hann vildi ekki draga neitt úr því sem hann trúði að Jesú hafi verið Konungur Gyðinga en ég held líka að Pílatus hafi jafnvel áttað sig á því að hann var meira en bara Konungur Gyðinga.
Vest 22 segir líka svo mikið um það hvað Pílatus hefur borið mikla virðingu fyrir Jesú.
Þá er komið að Jesaja kafla 52 vers 13-15 og kafla 53 vers 1-3.
13. Sjá, þjónn minn mun giftusamur verða, hann mun verða mikill og veglegur og mjög hátt upp hafinn.
14. Eins og margir urðu agndofa af skelfingu yfir honum svo afskræmd var ásýnd hans framar en nokkurs manns og mynd hans framar en nokkurs af mannanna sonum
15. eins mun hann vekja undrun margra þjóða, og konungar munu afturlykja munni sínum fyrir honum. Því að þeir munu sjá það, sem þeim hefir aldrei verið frá sagt, og verða þess áskynja, er þeir hafa aldrei heyrt.
1. Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
2. Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
3. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
Pæliði í þessum lýsingum á Jesú eða eins og þið vitið er þetta spádómurinn um Jesú í Jesaja. En það komi mér ekkert mjög á óvar að Jesú hafi verið ljótur þar sem mun auðveldara er að hata ljótt fólk heldur en fallegt eruð þið ekki sammála því?
Pælum í þessu og segið mér hvað ykkur finnst.
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Þetta er mjög merkilegur texti...textar, og svakalega gaman að velta þessu fyrir sér :) Þú ert æði pæði :D
Post a Comment