Jæja þá er ég komin úr Vindáshlíð ogmikið rosalega var þessi vika skemmtileg. Það var mikið að gera en fyrst og fremat rosalega gaman :D. Salómon Blær og Davíð komu og heimsóttum mig tvisvar og gistu samtals tvær nætur semvar alveg frábært.
En nú tekur vinnan við. Ég þarf að fara að skrifa greinar fyrirlestra fyrir hundaskólann okkar Halldóru og á að hitta Halldóru við tækifæri :D.
En þar sem strákurinn minn hann Salómon Blær varð 11 mánaða í dag þá ákvaðum við að leifa honum að opna pakkann sinn frá afa sínum og ömmu sem eru stödd á Flórída núna. Við tókum nokkrar myndir af kallinum.
Fyrst þurfti að lesa kortið frá afa og ömmu
svo mátti opna pakkann :D
Moli kom og skoðaði aðstæðurnar og var sáttur við innihaldið ;D
Brumm brumm :D
Prófa ALLA takkana :D
Takk afi Halldór og amma María :D
Knúsar Fjóla og co
1 comment:
Flottur pakki :)
Post a Comment