Sunday, June 23, 2013

Vindáshlíð here we come :D

Jæja þá erum við Moli á leið í Vindáshlíð í kvöld með henni Báru okkar. Ég á eftir aðvera þar næstu 6 daga og líklegt þessvegna að það verði erfitt að ná í mig sökum þess. Ég hlakka mikið til og vona að það verði eins skemmtilegt og í fyrra þegar ég fór þá kas ólétt af Salómon Blæ :D. Davíð og Salómon ætla að koma og heimsækja okkur Mola, en hann kemur með mér, á þriðjudag eða miðvikudag og vera tvær nætur eða svo. Lífið hérna heima hefur gengið vel með nýja fjölskyldumeðliminum en Emma er að ná að blandast vel inn í hópinn. Á meðan ég  er í hlíðinni fer Emma til mömmu hennar helgu þar semþað var búið að pannta hana þessa vikuna vegna þess að María systir hennar helgu er á landinu og heimtaði að fá hana lánaða á meðan ;D. 
Við kíktum í smá hádegismat til Hlyns, Adríans og Dísu og fórum svo í labbitúr í góðaveðrinu sem var algjört æði :D. Hlynsi var með myndavélina á fullu og ég ætla að stela nokkrum myndum hjá honum við tækifæri og setja á boggið ;D. Moli og Emma (hjónin) eru rosalega góð saman en ég ætla að láta fylgja meðnokkrar myndir af þeim þar sem sést hvað fer velá með þeim ;D. 





Knúsar Fjóla og co

2 comments:

Anonymous said...

Góða ferð og skemmtun heyrumst og sjáumst fljótlega :)

Knús Kristín

Helga said...

Góða ferð og fínar myndir af fallegu hjónunum <3