Sunday, December 30, 2012

Salómon Blær 5 mánaða og Davíð minn 28 ára :D

Jæja þá er hann Salómon Blær búinn að ná þeim áfanga að vera orðinn 5 mánaða gamall og er hvorki meira né minna næstum því farinn að sitja alveg sjálfur :D. 
Davíð minn á afmæli í dag og er loksins búinn að ná mér í nokkra daga ;D. Við fengum tengdó, Guðlaugu og benjamín til okkar í hádeginu þar sem við borðuðum, spiluðum og spjölluðum. Salómon Blær vaknaði svo af værum blundi um miðbik spilsins og fékk alla athygglina ;9. 
Við kíktum svo seini partinn til pabba og mömmu þar sem allir í pabba ætt voru mættir og það  var spjallað og haft það kósý :D. 
Núna erum við Davíð að undirbúa gamlárskvöldið en við fáum tengdó, GM og BR í mat en það verður boðið upp á lambalæri sem er eldað í 18 klukkutíma í boka sem er fullur af smjöri og kryddjurtum sá poki er svo settur í vatnsbað og eldaður við 67 °C. Við verðum svo með sætar karteflur eins og við vorum með á Thanksgiving og kornbrauð. Í forrétt er fiskisúpa og brauð og í desert er Brownie með pekanhnetum og karamellusósu ;D. 
Ég svar svo heppin að fá að sjá nýja frændann minn sem fæddist þann 27. desember en hann er alveg hrillilega flottur strákurinn.
En ein mynd af fjölskildunni svona jóla jóla áður en jólin klárast alveg ;D. 


No comments: