Tuesday, December 25, 2012

Takk svo endalaust fyrir okkur öll sömul :D

Við hérna í Mosfellsbænum erum gjörsamlega overwhelmed yfir öllum þeim gjöfum sem við fengum og þá sérstaklega Salómon Blær sem fék ALLT OF mikið. Við erum farin að vera soldið mikið stressuð yfir komandi jólum ef barnið er að fá 27 gjafir í ár (og fleiri á leiðinni) og hann ekki orðinn 6 mánaða :S. 
EN við vorum náttúrulega dugleg með myndavélina á fyrstu jólum sonar okkar og ætla ég að deila þeim með ykkur eins og alltaf ;D. Við viljum bara enda með að þakka öllum fyrir allt sem við höfum fengið og megi Guð gefa ykkur áframhaldandi frábæra jólahátíð :D.

 Varð að taka eina í viðbót af borðinu þar sem ég var svo ánægð með það ;D

 Moli var ekki lengi að koma sér fyrir á úlpunni hennar Guðlaugar Maríu frænku

 Jólasveina feðgar :D

 Fallegasta jólabarn í geiminum

 Halló :D

 Moli var alveg uppgefinn eftir gestaganginn :D

 Þarna eru allar jólagjafirnar komnar undir tréið... já eða allar þær sem komust undir tréið í raun og veru ;D

 Fyrstu jólin hjá þessari litlu fjölskyldu eins og hún er í dag :D

 amma að knúsa litla jólakallinn

 Þá er maður kominn í jólanáttfötin :D

 Ég veit ég er alveg ógeðslega sætt hreindýr ;9

 Feðgarnir rauðir og fínir 

 Salómon blær fékk fult af flottu dóti en þarna er hann með þrenn af þeim sem hann fékk en hann er strax búinn að fara í bað með mörgæsinar frá Sigurvin Elí frænda og það fanst honum sko ekki leiðinlegt

 í morgun kom prinsinn upp í og fékk að horfa á morgunsjónvarðið með okkur

 Moli svaf bara á meðann :D

 og kúrði sig 

 Þarna eru svo allir strákarnir í lífi mínu að kúsa saman

 fallegasti

 Gott að kúra með Mola sín

 Svo sætir saman

Salómon Blær að herma eftir Mola stóra bróður :D

Gleðileg jól öll sömul :D 

No comments: