Jæja þá erum við komin heim úr bústaðnum. Það var nú einginn hægðar leikur að komast þangað en það endaði með því að við urðum að parkera bílnum ca 20-30 metra frá bústaðnum og labba þaðan með allt dótið eða Davíð lenti í því að þurfa að bera allt dótið upp í bústað í miklum snjó og rigningu :S.
En það var gull fallegt veðrið allan tíman sem við vorum þarna og rosalega kósý að fara upp í sveit og hafa gaman saman. Salómon Blær var mjög feginn þegar við vorum loksins kominn um kvöldið en honum fannst ekkert rosalega gaman að sitja í bíl í 1 og hálfan tíma en stóð sig samt vel eftir að hann náði að leggja sig í smá stund á leiðinni ;D.
Við tókum að sjálfsögðu myndir en hér koma nokkrar af þeim bestu ;D.
Þar sem Salómon Blær er búinn að ná þeim mikilvæga tittli að vera orðinn 4 mánaða plús þá erum við byrjuð að gefa honum oggu pons af graut á hverjum degi svona til að hann læri að borða :D. Fyrsta skeiðin er yfirleitt best og hann opnar vel...
... en svo er hann ekki alveg viss hvort hann eigi að hætta sér í aðra...
... því áferðin er svo skrítin...
... hvað ertu að gefa mér mamma??????
ó er þetta bara grautur, ekkert mál :D
Svo fór strákurinn í fínu froska fötin frá henni Helgu minni og tók sig ekkert smá vel út í þeim, ekki satt Helga???
Moli og Davíð voru duglegir í því að lúlla saman þessar elskur :D
og Salómon Blær var líka mjög duglegur að lúlla í vagninum sínum.
Hver ert þú?????
ó ert þetta bara þú mamma ;D
Við fórum einn daginn í smá labbitúr með Mola sem fanst það sko ekki leiðinlegt :D
... eins og sjá má
Salómon Blæ fanst líka gaman að skoða sig um í kuldanum
Mæðginin
Ofbaðslega fallegt veðrið
Orðin soldið rauður í kinnum
Kallarnir mínir
Var gaman í labbitúrnum Salómon Blær???? Ja hvað haldið þið eld hress og rauður eins og Rúdólf
Spekingslegar samræður þarna á bæ
Gullfalleg morgun sólin ein morguninn
Þarna er sko töffarinn kominn í aðventu dressið frá ömmu Lindu og afa Sveinbirni er maður ekki fottur?
Jahá mér finnst það líka :D
Mamma bara varð að pota í bumbuna á mér hún bara stóðst ekki mátið ;9
Sveinbjörn afi, amma Linda og Guðlaug frænka kíktu til okkar og gistu eina nótt en það var mikið spilað og spjallað en sá ótrúlegi atburður gerðist að ég vann ÖLL spilin sem voru spiluð :D. Remember remember the 9th of desember ;9.
Þegar við komum upp í bústaðinn voru engin grílukerti en þegar við fórum voru þau orðin ansi vígaleg
Þessi mynd finnst mér alveg stórfengleg en þarna er lítli prinsinn í voffa gallanum sínum en hann minnir mig alveg rosalega á Grísling á þessari mynd, hvða finnst ykkur?
Annars er það í fréttum að ég er orðin létt stressuð þar sem mér finnst jólin bara vera að koma á morgun (tíminn líður allt of hratt). Benjamín kemur eftir 8 daga en sem betur fer eru nánast allar jólagjafir komnar í hús eða ákveðnar sem er mikill léttir en það er ekki búið að skrifa eitt einasta jólakort :S. Þarf að fara að vinna í því. Ég fæ svo bókina mína sem ég þarf fyrir næsta áfanga í hundaatferlisfræðinni þegar afi og amma koma frá Flóró og ætla ég að reynað a vera dugleg að byrja að lesa strax svo ég geti unnið mér í haginn en mér veitir ekkert af því.
Knúsar og Guð veri með ykkur :D
1 comment:
nuHann er nú meira krúttið hann Salamón Blær :)
Greinilega verið gaman í bústaðnum :)
Knús Kristín
Post a Comment