Rosalega hefur þessi jólamánuður liðið hratt. Ég vissi að þegar maður eignast barn þá líði tíminn fyrir jól hraðar en ég vissi ekki að það byrjaði STRAX :S.
Tréið okkar er loksins komið upp og er fallegt að vanda og núna finnst mér jólin meiga koma. Núna á bara eftir að gera jólahreingerninguna og skipta á rúmunum þá meiga jólin koma :D.
Annars átti ég yndislegt kvöld með Kristínu, Helgu og voffunum sem var löngu kominn tími á. Í kvöld aftur á móti er Malakí hittingur í kvöld og fær Salómon Blær að koma með sem verður þá í fyrsta sinn sem hann verður svæfður fyrir nóttina einhverstaðar annarstaðar en heima þannig að ég er svona soldið stressuð yfir því en vonandi gengur það bara vel. Á miðvikudaginn förum við svo á tónleika með tengdó, Guðlaugu og Benjamín, á fimmtudaginn förum við svo á jólahlaðborð með tengdó, Guðlaugu og Benjamín og svo á föstudaginn er afmæli hjá Báru þannig að það er sko NÓG að gera :S.
EN ég ætla að láta nokkrar myndir fylgja með þessu bloggi svona til að hjálpa ykkur að komast í jólaskapið ef það er ekki LÖNGU komið ;D.
Fyrst er það náttúrulega Salómon Blær... bara vegna þess að hann er sætastur ;D
Jólatréið er gullfallegt þótt ég segi sjálf frá en það er það alltaf ;D
3 í aðventu
Núna vantar okkur bara S og M... hint hint Marisa og Jón ;9
Knúsar og Guð veri með ykkur :D
No comments:
Post a Comment