Jæja þá erum við fjölskyldan á leiðinni í bústað yfir helgina en við komum ekki heim fyrr en á þriðjudaginn :D. Mig er búið að hlakka mikið til enda er Salómon blær að fara í fyrsta sinn og verður gaman að sjá hvernig hann tekur breytingunum ;D.
Annars er ég alveg í skýjunum með hvað við Davíð höfum verið dugleg að finna jólagjafir í ár. Þetta hefur eiginlega bara gengið eins og smjör en það eru bara tvær eftir sem mér þykir mjög gott og ekki nema 7 desember :D.
Annars var ég að pannta bók á amazon í gær fyrir námið mitt sem byrjar í byrjun janúar en það er ekki laust við að ég sé orðin soldið stressuð hvernig þetta á eftir að ganga allt saman með námið og Salómon Blæ :S en vonandi verður þetta bara miklu betra en ég þori að vona og ég nái alltaf að læra vel og framm í tímann eins og planið er að geta gert.
Pabbi og mamma fóru til Glasgow í gær í tilefni þess að pabbi verður 50 á morgun og vona ég svo sannarlega að þau skemmti sér konunglega og nái að njóta sín að fá að vera bara tvö ein í fríi :D.
Salómon Blær er annars alveg að standa sig eins og ofur barn í ungbarna sundinu. Pabbi og mamma komu á miðvikudaginn og horðu smá á hann en hann hvorki meira né minna stóð í lófanum á Snorra án þess að Snorri svo mikið sem hélt einum einasta putta yfir fæturnar á honum og svo seina stóð hann á sund bretti alveg sjálfur :D. hann fór svo í hörfrunga kaf og ég veit ekki hvað og hvað :D.
En nóg um það ég ætla að fara og gera mig til fyrir daginn.
Knúsar og Guð veri með ykkur :D
Fjóla og co
No comments:
Post a Comment