Úff, úff, úff....ég er ansi hrædd um að ég sé að nálgast 30 afmælið mitt og þaðr er soldið mikið óþægileg tilfinnig :S. En ég náði þó að eignast barn fyrir þrídugt og það er ég hæst ánægð með :D.
Nýja árið er gengið í garð og so far so good. Það er alltaf nóg að gera en ég var að fatta að það eru ekki nema 3 vikur í að við förum til Flórída sem er skugglaega stuttur tími þar sem tíminn þessa dagana líðuir alveg hrillilega hratt :S. Ég er nú samt farin að hlakka mikið til þess að komast í sólina og í afslöppun með köllunum mínum (fyrir utan Mola).
Annars er ég byrjuð aftur í skólanum mínum og er ég mjög spennt fyrir áfanganuim sem ég er að taka núna og vona ég að hann verði eins kemmtilegur og hann virðist ætla að vera.
Salómon Blær stækkar og stækkar og er að fara í 5 mánaða skoðun á mánudaginn næsta (þrátt fyrir að vera 5 og hálfs mánaða þá ;D). Ég er orðin soldið spennt að vita hvað drengurinn er orðinn þungur þar sem hann stækkar alveg rosalega hratt og er ekkert á flæðiskeri staddur þessi elska ;D.
En ég læt þetta duga í bili ;D.
Knúsar Fjóla
No comments:
Post a Comment