Monday, August 15, 2011

Moli :D

Ég fékk æðislegt símtal áðan þar sem mér var tilkynnt að ég má ná í Mola minn á miðvikudaginn kl 18:20 :D. Ég gjörsamlega get ekki beðið :D. Elsku litla barnið er búið að vera allt of lengi í burtu frá pabba sínum og mömmu.
Annars erum við á fullu að skoða íbúðir og við erum komnar með tvær sem okkur líst vel á og erum að fara að skoða helling í viðbót í þessari viku. Ég er að vonast til þess að komast í göngu með stelpunum og öllum voffunum aftur eftir allt of langt frí :D.
Annars bið ég ykkur að biðja fyrir þessum íbúðar málum en þetta getur verið alveg rosalega þreytandi.

Sendi knúsa á ykkur :D

Fjóla

2 comments:

Mamma og Pabbi said...

Gaman að heyra um þetta, bæði Mola og íbúðir! Gangi ykkur vel.

Helga said...

Hlakka svo til að sjá Mola fínasta :) Bið fyrir íbúðarmálunum.
Sjáumst á morgun.
Knúsar :*