Friday, June 03, 2011

Fréttir af Road trippinu okkar :D

Jæja þá er kominn tími á að gefa ykkur smá up date af ferðinni okkar :D. Við erum núna komin til Atlanta Georgia þar sem við munum gista tvær nætur, en ef ég byrja á byrjuninni.
Við lögðum afstað á miðvikudaginn snemma og fórum í morgunmat á Perkins áður en við lögðum í hann :D. Við stoppuðum við á leiðinni í Reed Bingham state park og tókum smá labb sem var rosalega gaman en hrillilega heitt ;D. Við héldum svo ferðinni áfram en hvað gerist... Ég heyrði eitthvað skrítið hljóð úr bílnum þannig að við drifum okkur út af veginum og það var sko ekki seina vænna. Þegar við fórum út úr bílnum og kíktum undir hann sáum við að púströrið var losnað eða s.s þar sem hljóðkúturinn er :S. Pabbi náði sem betur fer að drullu mixa þetta svo við kömumst á verkstæði sem var ca 15 km í burtu. Þegar við komumst loksins á verktæðið þá gátu þeir ekki hjálpaða okkur og bentu okkur á annað verkstæði, það verkstæði benti svo á þriðja verkstæðið og það verkstæði benti aftiur á berkstæði nr. tvö. Við enduðum svo bara með að fara á fjórða verktæðið og þar var kall sem var með einhverja varahluti sem virkuðu og reddaði okkur. Þessi úturdúr var mjög áhugaverður og við hittum mjög áhugavert fólk, allir poll rólegir og voru ekkert að flíta sér ;D.
En núna erum við komin eins og ég sagði áðan til Atlanta og vorum að koma heim úr mat en við fórum á stað sem heitir Fire of Brazil en hann virkar þannig að þú kemur inn og getur farið og fengið þér salatbar og meðlæti svo labba á milli borðana men með stangir fullar af alskonar kjöti sem þú getur fengið eins mikið af og þú vilt :D. Í hádeginu fórum við á mjög merkilegt hlaðborð sem var með alvöru Southern cooking og var alveg hrillilega gott.
Á morgun förum við svo á stæðsta Aquarium í Bandaríkjunum og hlakka ég mikið til þess. En ég kem með frekari fréttir þegar líður á ferðina og svo koma myndir þegar við erum komin heim ;D.

Knúsar Fjóla og co

1 comment:

Helga said...

Gaman ad fa frettir af ferdalaginu, vonandi njotid thid ykkar i botn thad sem eftir er af thvi.
Knusar