Það var eins og að vera komin heim þegar við keyrðum inn í Virginiu og byrjuðum að sjá heimastlóðirnar :D. Það er ekki spurning að ef við flytjum aftur út þá vil ég að það sé hér.
Annars fórum við að 17. júní fagnað í sendiráðshúsinu í dag strax og við lentum og var alveg æðislegt að hitta gamla vini aftur :D.
Núna tekur svo alvaran við en á morgun er planað að fara í geymsluna og taka hana í gegn. Það verður kíkt ofaní alla kassa og fundið hvað á að fara heim núna og hvað fer heim seinna. Við byrjum nú samt daginn á því að kíkja í kirkjuna okkar og hlakka ég mikið til þess :D.
En þar sem ég er að detta niður af þreytu þá læt ég þetta vera gott í bili.
Þar til næst Guð veri með ykkur.
Fjóla og co
No comments:
Post a Comment