... ja þar að segja Tallahassee Flórída. Þessi ferð er búin að vera alveg frábær og höfum við séð heilan helling :D (sem minnir mig á að ég þarf að fara yfir allar myndirnar sem voru teknar sem er ekki lítið :S).
Jæja ef ég fer yfir það sem við gerðum frá því síðast þá fórum við að skoða aslveg drubblað náttúru undur sem ég bara á erfitt með að lýsa hér og ætla því að bíða þar til ég er búin að fara yfir myndirnar :D. Við fórum svo til Knoxville og Memphis Tennessee og fórum meðal annars að skoða Graceland þar sem Elvis átti heima sem var alveg æði. Það er gaman að segja frá því að þegar lagt var afstað frá Memphis stoppuðum við við í Arkansas til að láta Mola rétt pissa svo við getum sagt að hann hafi pissað þar, svo f´prum við til Mississippi til að sjá fæðingastað Elvis og svo um kvöldið lentum við í Alabama þannig að á einum dagi náðum við að heimsækja 4 fylki :D.
Núna erum við að fara að fá okkur Hungry Howie pízzu sem er ekki lítið spennandi fyrir mig enda ekki búin að fá það síðan einu sinni fyrir löngu í Californiu ;D.
Annars sendi ég bara knúsa heim en það er nóg af fréttum af okkur sem koma seinna þegar það er búið að finna út úr þessu öllu hjá okkur en nóg í bili og bið Guð a ðvera með ykkur öllum.
Fjóla og co
1 comment:
Vá alltaf nóg af spennandi hlutum að gerast alltaf hjá ykkur það er svo gaman að skoða :)
Knús Kristín
Post a Comment