Wednesday, September 30, 2009

VÁ, vá, vá, vá, vá,...

... VÁ, vá, vá, vá VÁ!!!!!!!!!!!! Ég er alveg í skýjunum og á ekki til eitt einasta orð yfir því hvað sýninginn í gær var mikill draumur fyrir mig :D. Topol 73 ára kallinn var gjörsamlega algjör SNILLINGUR!!!!!!!!!!!!!! Kallinn dansaði, söng og var enganvegin hækkt að sjá að kallinn væri eins gamall og hann er bara enganvegin. ROSALEGA var hann flottur :D. Á morgun er hækt að fara og hitta alla leikarana úr sýningunni og er ég að vonast alveg rosalega mikið til að pabbi og mamma nenni með mér svo ég geti fengið myndir af þeim öllum og kanski að vera svo heppin að fá mynd með kallinum ;D.
Ég er svo að fara aftur en við Davíð erum að undirbúa að kaupa miða seinna í dag á sýningu í Baltimor ;D. En hér koma tvær myndir sem ég náði að laumast til að taka á sýningunni en þær eru ekkert sérstakar en hér koma þær.

Þarna er Tevye að kveðja Hodel þegar hún er að fara að hitta manninn sinn í Síberíu

"If I were a rich man"

Njótið vel :D

Monday, September 28, 2009

Pabbi og mamma í heimsókn

Jæja pabbi og mamma komu til okkar í heimsókn en þau lögðu á sog að keyra 13 tíma tvisvar til að hitta okkur og vera með okkur í nokkra daga. Við Moli erum núna hjá þeim í íbúðinni á Flórída og er það bara rosalega fínt. Á morgun fer ég á Fiddler on the Roof og hlakka ég alveg skuggalega mikið til þess :D en pabbi og mamma ætla að vera svo yndisleg og keyra mig til Orlando á sýninguna.
En hér koma myndir frá heimsókninni þeirra ;).

Við fórum til D.C á föstudeginum og kíktum á tvö söfn en þarna er pabbi að reyna að komast út ú fabio Mola í bílageymslu Georgetown en það er jög þröngt þar.

Þesi bíll var parkeraður á götum D.C en þessi er að mótmæla fóstureiðingum eins og svo mörgu öðru

Við kíktum á Indjána safn en þarna er ég að benda á hálsmen búið til úr bjarnar klóm

Við kíktum líka í svona blóma garð en pabbi og mamma sérstaklega höfuð alveg rosalega gaman af því en hér koma fullt af myndum úr þeim garði

Það eru svona póstkassar um allan garðin með upplýsingum í

Þetta er kallað The Fyrst Laide pond

Davíð að líða kjánalega með veskið mitt ;)

Ég á krúttlegum fiðrildabekk

Fallegt

Þetta er svona kryddjurtagarður

Töff laufblöð

Falleg blóm gul g bleik

:D

Fallegir litir og vel snyrt

Blóm

Þetta bólm var ekkert smá flott

Fallegt

Pabbi og mamma að taka myndir

töff ber

bleik blöð töff

Bleik rós

Sætasti kall í heimi

Fallegt blóm en flugunni fanst það líka

Þetta heitir að mér minnir fallegu Ameríku berinn eða eitthvað svoleiðis ;D

:D

Fallegu strá ég er svo mikil stráa kelling

Bláir toppar ;D

Soldið eins og bláber ;)

Við Moli í hundafimi en við erum alveg í skýjunum með skólann okkar

Þarna erum við litli hóðurinn okkar

Moli í bílnum hjá pabba og mömmu á leið til Flórída en eina ferðina ;D

Krútti bútt hann svaf bara alla leiðina

Er hækt að vera sætari en þetta???? Veistu ég held ekki ;D

Að kúra hjá ömmu á kodda

Prinsinn á bauninni

Knúsar frá mér og Mola

Friday, September 25, 2009

Ég er að fara á...

... Fiddler on the Roof í Olrando þann 29. september. Þetta er samt engin venjuleg sýning heldur er það Topol kallinn sjálfur úr upphaflegu myndinni sem er að leika í þessari Farwell uppsetningu á þessu fræga leikriti. Ég er alveg í skýjunum gæti ekki verið hamingjusamari fékk líka frábæran miða vegna þess að ég ELSKA þetta leikrit :D.
Endilega kíkið á heimasýðu sýningarinnr ef þið hafið áhuga http://www.fiddlerontour.com/.
Annars hef ég það alveg frábært miða ðvið veikindin en pabbi og mamma eru komin og við vorum í heila 5 tíma í mallinu okkar í gær og vesluðu þau helling ;). Við tókum líka langan og góðan labbitúr með Mola en honum fanst það nú ekki leiðinlegt að hafa okkur öll með sér í labbitúr ekki bara mig ;D. Við erum að skiuleggja helgina og sjá hvað við ætlum að gera þessa daga sem þau eru hérna en í dag förum við til D.C og ætlum á Helfarar safnið með Davíð og svo fer ég til læknis um 3 leitið. í kvöld ætlum við öll (mínus Davíð) að fara í hundafimi með Mola hjá Laurie en hlakka ég mikið til að sjá hvernig það verður og vona ég að Moli sé ekki orðin of ryðgaður eftir tveggja mánaða hlé rúmmlega.
En núna er að gera sig til og kanski koma fyrir krókunum úti á svölum svo hækt sé að liggja í hengirúmminu þar :D.
Knúsar á ykkur öll og Guð veri með ykkur
kv Fjóla og co

Tuesday, September 22, 2009

Búin með fyrstu skrapp bókina mína :D

Jæja gott fólk ég er búin með fyrstu skrappbókina mína sama hvort þið trúið því eða ekki ;D. En ég er bara búin með helnigin af Flórída myndunum sem ég lét prennta út þannig að ég er strax búin að kaupa aðra möppu og er að undirbúa að klára Flórída myndirnar :D.
Annars höfum við Moli það gott fórum í smá hjóla/labbi túr og erum búin að finna leið þar sem við getum tekið hring í skógarleiðangrinum okkar en við fórum alltaf til baka en núna get ég farið í alveg allavegana eins og hálfs tíma göngu með honum sem er frábært. Ég er að undirbúa að sækja um að fara í hundafimi það er bara svmá vesen að skólinn er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá okkur og ef það er umferð (sem það er alltaf) þá erum við alveg að nálgast klukkutíma fram og til baka :S. En ég held samt að ég ákveði að fara þangað því mér líst vel á skólan.
En Davíð er í skólanum og kemur ekki heim fyrr en í fyrstalagi 9 í kvöld :S en ég er svo sem vön því ;D.
Jæja ég hef þetta ekki lengra en leifi ykkur að fá smá smjör þef af skrapp bókinni minni ;D.
Kær kveðja Fjóla og Moli

Monday, September 21, 2009

Þá er ég dottin í það...

... þar að segja skrappið. Ég er að byrja ða skrappa mína fyrstu bók eitthvað sem ég hef lengi huksað að byrja á en hef verið að treina það þar sem ég vissi að ég mndi alveg tapa mér og viti menn... ég er búin að tapa mér ;). Bára sagði mér endilega að byrja á þessu þar sem ég hef nánast allan tíman í heiminum þessa dagana. Ég er að skrappa dvölina okkar á Flórída og hef rosalega gaman af :D.
Við Moli röltum til dýra í morgun þar sem hann þurfit að fá meiri hjartaormalyf og dýri þurfti að fylla út blað um að Moli væri í góðu standi til að geta orðið Therapy hundur. Ég er gjörsamlega í skýjunum með þessa dýralæknastofu en hún er alveg jafn ef ekki betri en stelpurnar í Garðabænum. Það var karlmaður sem hjálpaði okkur og hann var svo ljúfur og góður og kyssí kyssí við Mola að það var alveg æðislegt. En því miður tók læknirinn sér langan og góðan tíma að skoða augun á Mola og hann sá að það er byrjað að myndast smá ský :( s.s Cataract. Mig langar að biðja ykkur að biðja fyrir því að hann verði ekki verri en hann er og að hann muni ekki missa sjónina elsku litli Gull Molinn hennar mömmu sín.
Ég fékk símhringingu áðan frá hundafimi skóla sem við Moli ætlum að fara í en konan sem stofnaði þennan skóla er hvorki meira né minna en Laurie Williams og hundurinn hennar Andrew úr Greatest American Dog :D gegjð spennó.
Annars er ég svona á dauðategjunum í veikindunum mínum. Ég er með mikið slím í hálsinum og er farin að hósta minna og hnerra meira alveg ferlegt hvað þetta ætlar að vera langlíft.
En Guð blessi ykkur þið eruð svo dásamleg og megið þið eiga frábæara daga framundan en ég er farin að skrappa :D

Kær kveðja Fjóla og Moli

Saturday, September 19, 2009

Við...

... Náðum Good Canine citizen og therapy Dog prófunum okkar í dag :D Moli er semsagt fjór titlaður: Bronsprófs hundur, Rauðakross hundur, Good Canine Citizen hundur og Therapy hundur :D. Við stoppuðum við í Deary Queen á leiðinni heim og fengum okkur ís og auðvita fékk Moli smá í skál þegar við vorum komin heim enda var hann búin að standa sig eins og hetja.
En svona til gamans fyrir ykkur þá ætla að telja upp nokkrar af þeim tegundum sem voru á staðnm en það kom mér mikið á óvart að sjá litla sæta svarta Tíbet Spanniel stelpu en það er í allra fyrsta sinn sem ég hef sé þá tegund hérna en Helga vinkona hefur pottþétta gaman af að frétta þetta :D. Okkur Mola var svo stilt á milli Stóra dan og Dobermans en ekki hvað ;D en meira merkilegt var það svosem ekki því restin voru hálfgerðir blendingar :D
jæja takk fyrir mig og Guð blessi ykkur.
Kv Fjóla og Moli :D

Friday, September 18, 2009

Afhverju það er æðislegt að búa í Virginiu

Við fórum út í morgun rétt fyrir 7 til að keyra Davíð í vinnuna og Moli eins og venjulega fékk að gera þarfir sínar áður en við lögðum afstað. Allt í einu heyri ég mjög undarlegt gelt frá Mola svona eins og honum hafi bruggðið (en það er ekki venja hjá honum að gelta svona nema það sé eitthvað) en þegar ég lít upp þá sé ég ekki meira en svona 10-20 skrefum frá okkur bara rétt bakvið húsið okkar eru ekki 1 ekki 2 heldur 3 Dádýr bara eitthvað að bíta gras. Þau forðuðu sér samt (hækt) þegar Moli gelti en hann stendur sig eins og hetja í varðhundastarfinu ;).
Ef ég á að tala um önnur dýr sem við höfum séð eru það auðvita íkornarnir svo eru froskar út um allt stórir og feitir og þarf maður að passa sig mjög mikið að stíga ekki á þá þegar maður tekur röltarann á kvöldin ;). Við höfum einning séð héra/kanínu ekki alveg viss hvort.
Jæja Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla og Moli

Thursday, September 17, 2009

Búin að pannta...


...miða til Noregs á Eurovision :D. Ég legg afstað 24. maí og verð komin í kringum hátegið 25. maí þegar fyrsta undankeppnin verður. Ég á svo far heim 31. maí og verð komin til New York kringum 16:00. Þetta þýðir það að ég næ útskriftinni hans Davíðs sem er 23. maí og erum við svona að velta fyrir okkur þar sem tengda pabbi og mamma ætla að vera hérna við útskript Davíðs hvort við gerum ekki bara smá rodetrip og þau skutli mér til New York og svo verði þau kanski eina nótt eða svo í New York svona til að halda upp á úrskriptina, hvað finnst ykkur um það Linda og Sveinbjörn?
Annars höfum við Moli það bara gitt, Davíð var að þjóta út á leið í skólan og við Moli erum búin að taka okkur góðan labbitúr. Á laugardaginn förum við Moli í prófið okkar þannig að ég verð að fara að taka mig smá á og þjálfa hann þar sem ég hef ekki verið dugleg undanfarnar vikur vegna veikinda, en hann kann þetta allt ég hef ekki miklar áhyggjur.
Pabbi og mamma eru að fara að koma til okkar á fimmtudaginn í næstu viku (miðvikudaginn ef ég næ að sannfæra þau um það ;D) óg ætla þau að vera með okkur yfir þá helgi. Á mánudeginum förum við moli svo með þeim aftur til Flórída og verðum með þeim í viku og fáum að hitta afa og ömmu en það verður alveg frábært. Við fljúgum svo heim 5 október en amma og afi eru svo æðisleg að þau borga fyrir okkur flugið heim :D.
Ég já er s.s búin að skrifa öll jólakortin í ár 53 talsins vantar bara tvö heimilisföng og þá er allt komið en það er frábært að vera búin að þessu en ég hlakka svo til að geta gert þetta með Davíð á næsta ári ;). Núna vantar bara að taka sæta jólamynd og þá eru þau alveg tilbúin.
Jæja ég ætla ða fara ða undirbúa skrapp bóka gerð finna myndir og svona.
Knús
Fjóla og Moli

Tuesday, September 15, 2009

Góðir Íslendingar hættið að kvarta!

Eins og flestir alvöru Íslendingar vita þá er kvartað yfir því að jólaskraut sé komið í búðir í byrjun nóvember en RÓLEg RÓLEG!!! Ég var á búðarrölti áðan og eru komnar einhverjar jólavörur í nánast allar búðir. Í B.J´s voru komin upp gerfi jólatré, jólakransar, jólapappír, jólaborðar, jólakúlur, jólaskraut o.s.fv og það er 15. SEPTEMBER!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég held það sé alveg tímabært gott fólk heima á klakanum að anda bara rólega og vera ánægð með að jólin byrji BARA í nóvember ;)
kv Fjóla og Moli
p.s. ég aftur á móti hef ekkert á móti því að fá jóladót svona snemma þá hef ég bara lengri tíma að velja hvað ég vil og þar sem ég er búin að kaupa fult af jólagjöfum get ég byrjað að pakka inn ;).

Monday, September 14, 2009

Myndir frá heimsókn tengdapabba og Benjmíns / Photos from Sveinbjörns and Benjamíns wisit

Jæja þá eru Sveinbjörn og Benjamín farnir og við erum aftur orðin ein. Við áttum alveg æðislega 4 daga með þeim sem liðu allt of hratt.
Davíð er farin í skólann og tók bílinn þannig að við Moli erum ein heima og bíl laus í dag þannig að við verðum að finna okkur eitthvað að gera. Ég er eiginlega búin að ákveða að skrifa jólakort í dag því maður er aldrei of snemma að byrja á því ;). Ég tek svo Mola líklega í smá hjóla hlaup þar sem ´g er ekki enþá orðin góð í hálsinum og get ekki verið að fara með hann í of langar göngur.
En hér koma nokkrar myndir.
.........................................
Now are Benjamín og Sveinbjörn gone and we are alone ones agen. We hed alot of good time with them here and hoped they couled have stayed longer.
Davíð is in school and has the car so me and Moli are at home with noweher to go ;). I think I will begin to wright our Chhristmas careds to day you can never be to early ;D. I will also take Moli out for a run with the bic sins i´m still not well and cant go on long walks.
Well but here come the photos.

Sveinbjörn with his Starbucks
.........................
Sveinbjörm með Starbucks kaffið sitt
Moli and Sveinbjörn reading a book to gether :D
...............................
Moli fljótur að koma sér fyir þegar eitthver er að lesa bók, er í mikilli þjálfun þar :D

And sleeping to geter ohhh ;)
.............................
og svo lúlla smá saman svo kósý :D

We played Poker something that me and Davíð have been waiting to beable to do
......................................
Við spiluðum svo póker eitthvað sé ég og Davíð erum búin að bíða eftir að geta gert

Benjamín with his Oreos (but he loves them)
.................................
Benjamín og Oreokökurnar hans en þær voru keyftar strax wið lendingu skilst mér ;)

Davíð ;)

Ég / Me

Benjamín and Davíð playing wii but we did alot of wii playing whene they where here
........................................
Benjamín og Davíð að boxa í wii en við spiluðum mikið wii þegar þeir voru hérna

Benjamín in D.C in a statues or art garden of some sort ;)
..............................
Benjamín í styttu eða svona listaverkagarði en þetta hús var mjög skemmtilegt en þú þarft einiglega að vera þarna til að skilja það
Well I just thougt it was a cool photo ;D
.............................
Mér finnst þetta flott mynd þrátt fyrir... já

Spider
...................
Kaunguló eða er það könguló eða konguló
Benjamín and something that is supposed to be a ereser, well I dont se it :S
.......................................
Benjamín hjá einhverju sem benjamín segir að eigi að vera strokleður, er ekki alveg að sjá það sjáld :S

Ok if there is anyone that can tell me what this is please do so
....................................
Ef það er einhver sem getur sagt mér hvað þetta er þá væri ég mjög forvitin að fá að vita það :D
Ok this is named Girls... CREEPY :S
.........................................
Þetta listaverk heitir Stelpur... soldið skrítið :S
We whent to see the Declaration of Independence and Bill of Rights
.................................
Wið fórum og sáum The Declaration of Independence og Bill of Rights en það var rosalega mikið af fólki
Hundar hvítahúsins :D

Davíð in front of his school
...........................
Davíð fyrir framan skólan sinn

Davíð in front of his school agen (many buildings)
...........................
Davíð fyrir framan annað hús sem er líka skóli hans

The Brothers Benjamín and Davíð
................................
Bræðurnir
Me and Benjamín in D.C
.........................
Ég og Benjamín í D.C
Fjóla and Moli