Monday, March 31, 2008
Rigning :(
Ég fór að skokka í morgun tvo hringi rosalega dugleg og var ég þá farin að finna fyrir nokkrum litlum dropum. Núna aftur á móti er bara komin demba. Ekki alveg jafn mikil demba og getur verið hérna, því það getur verið eins og helt hafi verið úr fötu, en svona 50% af því.
Þá er bara málið að fara með Fabio Mola í olíuskipti og svo að vesla í Khols heyrinst mér á pabba og mömmu.
Núna er Davíð minn að fara til Whasington D.C. á föstudaginn og verður þá Moli kall hjá tengdó í pössun. Annars var ég að fatta að mig vantar nokkrar hluti frá íslandi sem ég get horft á þegar ég er orðin ein eins og Næturvaktina og Fitball líkamsræktardiska svo ég geti gert leikfimi inni þegar ég nenni ekki að skokka.
Annars átti Moli að koma held ég í næsta Dýravinia blaði eða heitir það einhvað annað? Endilega ef þið sjáið blaðið stelpur, þá sérstaklega Helga og Kristín, væruð þið til í að skoða það svo ég geti látið Davíð kaupa blaðið?
Jæja það er verið að reka á eftir mér að gera mig til svo ég ætla að fara í sturtu og gera mig til fyrir daginn :D.
Guð blessi ykkur og hafið það sem allra allra best.
Kveðja Fjóla
Sunday, March 30, 2008
Ströndin
Ströndin og skeljarnar
Hálfur kuðungur
Annað Marglittuskrímsli þetta er samt meira eins og Troyju hjálmur (þið vitið þessir með rauðu hárin uppúr).
Sandkastali. Ég á samt ekki heiðurin af þessum heldur einhverjir krakkar.
Núna er bara afslappelsi og matur seinna í kvöld afgangar af kínamatnum sem var í gær mjög ágætt bara. Hafið það gott elskurnar mínar
Kv Fjóla
Ströndin í dag
Annars er það að frétta að ég keyfti síma í gær til að vera alveg í lagi ef einhvað kemur uppá hjá mér svo ég geti hringt og það kosti ekki miljón og sjötíu.
Annars skelli ég inn myndum í kvöld eða á morgun af ströndinni fyrir ykkur svo þið meigið njóta þeirra með mér.
Blesó í biló
Fjóla
Saturday, March 29, 2008
Fullt af myndum frá gærdeginum
Við fórum svo í smá búðarrölt og enduðum á Pizza hut að kaupa væng fyrir pabba og mömmu. Ég fékk alveg rosalega óðægilegan verk í brjóstið og upp í háls sem var soldið eins og brjóstsviði en samt ekki virkaði ekki að fá sér samarín. En það er farið núna sem betur fer.
Annars sáum við mamma dateline þátt í gær um tvær fjölskyldur þar sem báðar dætur þeirra hefðu verið í sama bílslisinu ásamt 9 mans þar sem 5 dóu en önnur dóttir þessara beggja hjóna lifði en var í dái í langan tíma. Svo þegar hún fer að vakna upp úr dáinu fóru þau að taka eftir hlutum sem ekki alveg passaði við dóttur þeirra en liddu það bara hjá sér. En svo endaði sagan þannig að þessi dóttir var ekki dóttir þeirra heldur dóttir hinna hjónana og hafði þá verið gerð svona rosaelga mikil mistök þegar líkin voru skoðuð en bæði foreldrapörinn treystu sér ekki að skoða líkin á sýnum tíma. Rosalegt ekki satt?
Jæja þá koma myndir dagsins
Svo er það sundlauginn og glampandi sól.
Thursday, March 27, 2008
Ég náði Ökuprófinu Thank you Jesus!!!!!!!!!!
Þegar það náðist að leisa úr flækunni var svo komið að verklega hlutanum. Hann fór allur fram á bílaplaninu fyrir utan skrifstofuna (sem er nú samt þó nokkuð stórt) og átti ég að leggja í stæði, bakka, bremsahratt, lýsa því hvernig ég mydi leggja bílnum mínum í brekku, toppa hjá stoppskiltum og svo einhvða fleira. Ég náði þeim hluta líka með glæsi brag fyrir utan að bakka of hratt og gefa ekki stefnuljós of snemma (je who ever).
Þá var næsta skref, eftir endalausar þakki til hins hæðsta, að fara til Ruth Swanto og klára tryggingamálin svo við gætum farið og borgað bílinn. Við erum öll orðin rosalega hrifin af bílasölugæjunum okkar en þeir eru ekkert nema nice og yndælir í alla staði og vilja allt fyrir mann gera. Pabbi og mamma eru jafnvel að velta fyrir sér að upgraita minivaninn og fá sér nýrri hjá þeim. Í lokinn var svo smelt mynd af mér og gamla settinu hjá lánuðum Mustang (þar sem við vorum ekki á mínum bíl) til að hengja á töfluna inni hjá þeim en þeir taka myndir af öllum sem kaupa bíl hjá þeim.
Eftir að bílaviðskitum var lokið skelltum við okkur í Mont Dora sem er lítill gamall bær og löbbuðum um í mjög merkilegar og örðuvísi búðir og ég smellti af nokkrum myndum. Ég læt myndirnar tala fyrir rest.
Pöddu hálsmen á tilboði aðeins $9.99. Það merkilega var að þau voru soldið töff
Svo var það Sonnys BBQ staður sem sló botninn í daginn í dag. Ég fékk mér reyktan kalkún, maiis stöng, cornbrauð og sætakartöflu mjög gott.
Núna er komið að því að glápa á Lost sem byrjar kl 9 þannig að það er ekki seinna vænna að fara að drífa sig fram. Guð blessi ykkur yndislega fólk og takk fyrir að hugsa til mín í dag í bílprófinu.
Kær kveðja Fjóla Florida licensed driver ;)
Wednesday, March 26, 2008
Nokkrar myndir fyrir bróssa og aðra sem hafa áhuga á íbúðinni
26. mars
- Fórum og skráðum bílinn á gestastæði hérna í götunni þannig að hann er löglegur hér með í götunni til janúar 2009.
- Næst var svo farið til hennar Ruth Swanto sem er tryggingar kellingin þeirra mömmu og pabba. Við fórum yfir tryggingamál og allt er nánast tilbúið fyrir utan ökuskírteinisnúmerið mitt sem ég fæ ekki fyrr en á morgun ef ég næ prófinu þannig að ég yrði mjög þakklát ef þið gætuð minst á mig í bænum ykkar að ég nái því nú alveg örugglega.
- Vegna þess að tryggingarnar eru ekki alveg klárar var ekki farið og borgaður billinn í dag en það verður gert á morgun í staðinn.
- Pabbi var orðin svangur þegar þessu öllu var lokið svo við fórum á Taco bell og fengum okkur hádegismat.
- Næsta skref var að fara í bankann og leggja inn peninginn minn og fá svo ávísun frá bankanum til að borga bílinn.
- Svo var komin tími í smá afslappelsi eða þar að segja Target.
- Publix var það síðasta á dagskrá í dag og er ég komin hingað heim núna þreitt og lúin.
Núna á svo bara að slappa af og slaka á, klára að lesa og læra fyrir bílprófið og horfa á TV og borða kvöldmat. Dagurinn á morgun verðu líka mjög strembinn en þá þarf ða reyna að komast yfir 1. bílprófið, 2. tryggingar hjá Ruth, 3. borga bílasölunni og 4. fara í skólann minn og fá upplýsingar þar um hvenar og hvernig ég borga, í hverju ég á að vera, hvenar ég á að kaupa verkfæratöskuna o.s.fv.
Guð blessi ykkur ott fólk þangað til næst :D
Tuesday, March 25, 2008
Fyrsti dagurinn liðinn
Monday, March 24, 2008
Þá er ferðin hafin
Thursday, March 20, 2008
Kveðju partý í gærkvöldi
Elísabet gella hress í hörkku samræðum
Ásgeir og hans nef Flottur með hýung á vörinni ;)
Við enduðum uppi með tvær sófaklessur eftir langt og skemmtilegt kvöld. Hér er sófaklessa 1
Sófaklessa 2 ;D
Í lok kvölds voru svo bestustu vinirnir eftir og enduðum við í mjög djúpum og góðum umræðum sem við höfðum öll gaman af þrátt fyrir tilfinninga ríka umræðu
Guð blessi ykkur og takk fyrir komuna rosa gaman :D