Þar sem nýtt ár er ný gengið í garð er markt sem kemur upp í kollinn á mér.
Þetta ár er ár breytinga hjá mér, Davíð og Mola. Ég fer út til Flórída í lok mars nánar tiltekið 25. mars til ða fara í hundasnyrti nám í 2. mánuði. Það fyrir mér er rosalega scary! Ég veit að ég er rosalega háð Davíð og Mola og vil helst ekki vera án þeirra í langan tíma þessvegna fyrir mér er rúmlega 2 mánuðir langur tími að vera frá þeim. Fyrir utan það verð ég stóran hluta tímabilsins alein í íbúðinni og það á eftir að vera erfitt fyrir mig. Ég verð samt alla virka daga í skólanum til kl 16 sem skilur bara eftir kvöldið og helgarnar. Ég hef þó ákveðið að ég ætla að notfæra mér það að ég sé ein og styrkja sambandið mitt við Frelsarann minn. Ég ætla að finna mér góða kirkju í Flórída og fara þangað pína mig til að hitta og kynnast fólki sem ég á rosalega erfitt með. Ég vil bara vera ég ein og ekki tala við fólk sem ég þekki ekki þannig að það verður mjög erfitt fyrir mig sérstaklega ef ég er ein. En hvar er betri staður til að kynnast góðu fólki en í kirkju ha?
En þar sem við Davíð og Moli erum að fara að flytja út eftir ár er búið að ákveða að ég kaupi með hjálp pabba og mömmu bíl núna þegar ég fer út í mars. Það var búið að ákveða fyrir löngu að við ætlumum að kaupa okkur Ford Mustang árgerð 2002 eða 2003. Ég er rosalega spennt og hlakka til að eignast Mustang þar sm það hefur alltaf verið draumur minn að eignast slíkan bíl. Þar sem Mustang er Bandarískur bíll þá kostar hann ekki margar miljónir eins og hérna heima (algjör geðveiki) heldur getur þú fengið bíl eins og ég er að spá í fyrir $ 6000-7000 sem er ekki svo slæmt.
Tengdó ásamt Guðlaugu og Benjamín ætla að koma út til mín í maí og verður það alveg frábært. Ég á pottþétt eftir að skella mér í garða með þeim þar sem Guðlaug á eftir að tapa sér þegar hún sér alla garðana. Mig langar líka að nota tækifærið og fá þau til að fara með mér í Holyland sem er Kristinngarður. Ég er nokkuð viss um að þetta er einhvað sem Sveinbjörn og Benjamín eiga eftir að vera rosalega spenntir fyrir.
Ég held náttúrulega í vonina að Davíð minn komi út til mín þegar þau koma en það er náttúrulega ekki það gáfulegasta fyrir okkur þar sem við erum að fara út í júlí saman í þrjár vikur en ég læt mig dreyma samt. Einnig er best ða davíð nái að vinna eins mikið og hækt er næsta sumar svo við töpum ekki of miklum pening á því að ég sé að fara út.
Sem kemur að næstu umræðu að ég er að reyna að vinna eins mikið og ég get sem þýðir alla virka daga frá 7-14 og aðra verja helgi. Ég veit að það a eftir að vera rosalega þreytandi þar sem þetta er nú ekki drauma starfið mitt en ég veit að ég get þatta samt. Núna er bara málið að spara og spara og halda í peningana eins vel og hækt er.
Svo er það Helga bestasta. Hún er að fara að flytja með Fróða út til Noregs. Ég á eftir að sakna hennar óendanlega mikið. Hún fer áður en ég fer út eða í ágúst og verður það rosalega erfitt. Helga hefur verið ekkert nema góð við mig og styrkt mig og stutt mig í gegnum mjög erfðan tíma í mínu lífi og á ég eftir að vera henni æfinlega þakklát. Núna langar mig bara að fá hana í heimsókn fljótlega og horfa á spólu og spjalla og hafa það kósý.
Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef t.d. liggur Molinn minn hjá mér núna alveg aflappaður og rólegur og mér finnst að hann sé að segja við mig " mér þykir svo vænt um þig mamma og ég þarf ekki ða vera hræddur þegar þú ert hjá mér". Davíð minn er að læra núna til að við getum átt frábæra og örugga framtíð og ég treysti engum (fyrir utan Jesú) eins vel og ég treysti Davíð. Það er ekki hækt að hafa það betra.
Mig langaði að segja ykkur frá átakinu "Skiðaðu þér í skarðið" sem Shila hjá Lindinni var búin að vera að hugsa mikið um og ákvað að framkvæma. Þú getur farið á
lindin.is og þar fáið þið frekari upplýsingar endilega fariði og skoðið þetta mjög gott og nauðsynlegt framtak.
Að lokum langar mig að þakka ykkur fyrir að vera í mínu lífi og fyrir að vera góðir foreldrar, tengdaforeldrar, vinir, frændfólk og kunningjar.
Guð blessi ykkur öll!
Kær kveðja Fjóla Dögg