Friday, November 30, 2007

Bráðum kemur desember :D!!!!!

Jæja allt gengur vel hérna hjá okkar litlu fjölskyldu. Hneta stendur sig svo vel að minka vælið þótt það sé stundum stutt í það ef henni finnst sér misboðið ;).
Núna lyggur hún hérna hjá okkur Davíð uppi í rúmmi og er að reyna að vekja pabba sinn með því að sleikja á honum hnakkan ekki alveg að virka en svo sætt :D. Hún tók þá bara ákvörðun um að halda áfram að naga beinið sitt.
Hneta er búin að vera rosalega dugleg að læra að setjast, leggjast, bíða og horfa í augun á mér til að fá leifi um að ná í nammi og allt þetta bara 11 vikna rosadugleg.
Ég talaði við mömmu í gær og hún var í sjokki eftir að hún fékk alla pönnntunina frá mér og Helgu sem við keyftum á petedge :S enda ekkert smá veslunar flipp á okkur.
Annars höfum við það bara gott fyrir utan vonda veðrið úti akkúrat núna. Ég fór með Helgu vinkonu í bænahóp núna á miðvikudaginn og það vara algjört æði rosalega holt fyrir sálina að fá að heyra öll þau kraftaverk sem eru að gerast í heiminum og ekki bara þar heldur líka hérna heima á Íslandi :D
Jæja ég hef það ekki lengra í bili þarf að fara að mæta í vinnu en Guð blessi ykkur yndislega fólk og kanski að maður kíki á einhverja í heimsókn með Hnetu til að leifa henni að hitta sem flesta ;D

Kveðja Fjóla, Moli og Hneta

8 comments:

Anonymous said...

mér líst ekkert smá vel á það ;)

kv Frænka

Anonymous said...

Vá það er ekkert smá sem hún er klár og þú dugleg að þjálfa hana :) Hlakka til að hitta ykkur sem fyrst verður gaman að leyfa Aris og Hnetu að leika. Svo er fiðrildajól næstu helgi :)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Gleymdi að minnast á það ef þú varst ekki búin að sjá það að það jólagleði hjá chihuahua deildinni á sunnud. milli 14-16 í gusti verður öruglega rosa gaman á ekki að mæta? :)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Jú ég ætla að mæta pottþétt.
En hvenar eru þessu fiðrildajól og hvar? Kv Fjóla, Moli og Hneta

Anonymous said...

Váhh hvað hún er dugleg og bara 11 vikna! Hrikalega ertu dugleg að þjálfa litla skvísið!
kv. Ólöf

Anonymous said...

Fiðrildajólin eru þannig að þú átt að koma með pakka fyrir 500kr. því það er fjáröflun (held það sé ekki pakka skipti) og svo verður kakó og rjómi og eitthvað held það eigi ekki að koma með neitt. Þetta verður í Sólheimakoti og byrjar kl.13 á laugardaginn 8.des :D

Kveðja Kristín

Helga said...

Æði hvað það gengur vel með Hnetu :) Hlakka til að fara í fleiri göngur saman með gerpin, það verður svo stuð hjá okkur með 6 hunda samtals þegar við hittumst þrjár!!
Kveðja frá okkur á Ósabakkanum :)

Anonymous said...

Já Hneta er rosalega klár hundur það er ég strax búin a sjá það verður rosalega gaman að fara með hana á hvolpanámskeið hjá Alberti og sjá hvað hún hefur uppá að bjóða ;)

Kv Fjóla, Moli og Hneta