Wednesday, November 14, 2007

Dagurinn í dag!

Dagurinn í dag er frábær fyrir utan það að ég átti mjög erfitt með að sofa útaf spenningi fyrir honum ;).
Ég fékk frí í vinnunni í dag alveg óvænt og er ég rosalega þakklát fyrir það vegna þess að það þýðir að ég get farið á Málþingið sem Davíð minn er búin að vera að skipulegga ásamt Benjamín. Það þýðir líka það að ég og davíð getum farið strax eftir málþingið að skoða hvolpinn okkar með mömmu vegna þess að hú er líka í fríi í dag þar sem hún vann í gær frá 8 um morguninn til yfir miðnæti alveg gegjuð.
Núna fer ég bara að taka til og gera fínt áður en littla skinnið kemur en ef við tökum hana (það eru 99% líkur) þá fáum við hana vonandi á laugardaginn. Ég er að fara að setja í vél, taka úr vél, þrífa búrið hans Mola fyrir hana (vegna þess að Moli er búin að vera að sofa í bleiku búri í 2 og hálft ár og hann fær nýtt), kaupa mat, ól og merkispjald svona til að byrja með.
Annars er ég að springa úr spenningi fyrir deginum og hlakka svo til.

Guð er góður takk fyrir allt

Kv Fjóla og Moli

1 comment:

Anonymous said...

Hæ Kiktu á þetta

http://www.youtube.com/watch?v=D4a1z7NLnNk