Tuesday, November 20, 2007

Jæja loksins

Þessi mynd á vel við núna en þetta er fyrsta myndin sem ég sá af Mola sem hvolpi og varð alveg ástfangin af honum við fyrstu sýn. Elsku litli konfektmolinn minn.

Þá er komið að því!
Hneta kemur heim á morgun (ef allt gengur upp). Við erum búin að fá það á hreint að við fáum hana og er planið ða fara og ná í hana strex eftir vinnu á morgun í kringum 12 og ganga frá greiðslu og skrifa undir samning. Ég er einnig búin að fá frí á fimmtudeginum sem er algjör snild því þá get ég vanið hana aðeins við að vera ein í nokkrar mín og sjá hvernig það gengur.
Kristín, Helga, Marisa og margir aðrir eru alveg að springa úr spenningi og það vantar ekki að ég sé orðin soldið spennt svona þegar ég er byrjuð að átta mig á þessu öllu saman.
Ég bið bara að allt megi ganga vel þegar við náum í hana og þegar Moli og hún hittast fyrst ein og að þeim komi mjög mjög vel saman það er það sem skiptir mestu máli fyrir mig.
Ég fór í gær með Marisu og Helgu að versla í Rúmmfatalagernum jólateppi í búrin hjá hundunum fyrir jólinn og litla gegjað sæta jólasokka.
Annars er það að frétta að mamma er að fara til Flórída eftir svona ca hálftíma og kemur aftur heim 5. desember, Davíð er alveg að drukna í verkefnavinnu svona alveg ofaní prófunum og við erum að fara að taka allt í gegn hjá afa og ömmu og hjá okkur um helgina auk þess sem við ætlum að skreyta fyrir jólin, þannig að það verður rosalega gaman.
Moli er yndislegur eins og alltaf og ég er svo glöð að vera að koma með annan hund inn á heimili þar sem svona góður hundur er fyrir því hann þarf að kenna litlu góða siði ;).
Ég set inn myndir af nýu þegar hún kemur svo þið fáið að njóta hennar líka.

Kveðja Fjóla, Moli og bráðum Hneta ;)

2 comments:

Helga said...

Guð er góður, elsku Fjóla mín, en hann heldur okkur oft í óvissunni til síðustu stundar til að prófa trú okkar(Sálm 139:23-24). Ég veit þessi hvolpur er blessun frá Honum! :)
Hlakka svo til að þú fáir litla sponsið heim! Held áfram að biðja ;)
Love, Helga

Anonymous said...

Frábæt bíð spennt eftir að fá að hita Hnetu :)
Sjáumst sem fyrst

Kveðja Kristín