Tuesday, January 30, 2007

Sorgleg endalok!!


Hvað getur maður sagt nema þetta var það hræðilegasta sem ég hef horft á í langan tíma.
Ég segi bara við hefðum aldrei staðið þar sem við stóðum í leiks lok nema vegna Snorra.
Ég vil helst ekki fara út í það sem Logi gerði en ég segi að það var það sem rústaði leiknum fyrir okkur að mínu mati allavegana hjálpaði það ekki til. Allt sem gerist eftir þetta skiptir engu máli þetta er búið.


Snorri takk fyrir okkur



7 comments:

Anonymous said...

Já, Snorri var alveg að standa sig ótrúlega vel, sérstaklega í lokin :).

Dagný said...

ok þar sem ruv er ömurlegt þá´hef ég ekki séð neina leiki!
Hvað gerði logi? ég grét næstum því í morgun þegar ég las að þeir töpuðu leiknum!!! urrr!

en hvað var það sem logi gerði? please tell me!

Anonymous said...

Í framlengingunni vorum við einu marki yfir, 37-38 minnir mig, og vorum að hlaupa í sókn þá allt í einu snýr Logi sér við og kastar boltanum til eina Danan sem stóð fyrir aftan hann og fengu Danir þar með boltan og hann hljóp til að reyna að skora en við náðum ða stoppa hann en Danir héldu boltanum og skotuðu svo. Ég veit ekkert hvað var að gerast í hausnum á honum. Ég þarf ða fá frekari útskýringar á þessi é varð alveg brjáluð. Aumingja Snorri hélt leiknum uppi enda skoraði hann einn 15 mörk næsti maður á eftir honum var með 6 mörk.

Sorglegt...MJÖG sorglegt
Kv Fjóla

Dagný said...

OJ!!!!!! ég er brjáluð...mig langar svo að sjá þennan leik...það er síða á netinu þar sem ég get horft á leikina nema ég þarf að borga fyrir það og ég þarf að vera með pc tölvu til að horfa ... sem er frekar ömurlegt en ohhhh!!!

Anonymous said...

Þeir eru hetjur! Ég elska þá að hafa komist svona langt og ég er svo stolt af þeim að ég á ekki til orð!
Þegar Snorri Steinn var í viðtali í gær strax eftir leikinn þá langaði mig eiginlega bara að fara að gráta því þetta var svo sárt.
Það sem Logi gerði var nottlega bara óskiljanlegt og ég hugsa að hann sitji bara heima hjá sér með fjarstýringuna í höndunum og horfi á þetta atriði aftur og aftur og aftur og hugsi....hvað var ég að gera! Það sama held ég að megi segja um það þegar Alexander Peterson skaut í stöngina í síðustu sókninni. Þetta á eftir að sitja á sálinni þeirra það sem eftir er ævinnar held ég! Greyin!
En það er bara 5 sætið! Gó Ísland.....klárlega eru þeir bestir og klárlega elska ég þá :)
Tinna Rós.....stoltur Íslendingur :)

Dagný said...

það mátti kannski misskilja síðasta kommentið mitt.... ég var brjáluð jú en ég er samt stolt!!! Eftir því sem ég hef heyrt þá hafa þeir staðið sig ótrúlega vel og eins og ég sagði í fyrsta kommentinu ég grét næstum því þegar ég las að þeir hefðu tapað því ég vildi svo innilega að þeir hefðu komist áfram en hey svona er lífið! hehe

Jón Magnús said...

this has nothing to do with your post but....

we have a date tomorrow!!!!!!!!! úúúúú!!!