Jæja krakkar mínir núna vil ég heyra ykkar álit á málunum.
Ný er stefnan sett á að fá sér annan hund á næstunni annaðhvort núna næsta sumar ef ég næ að sannfæra Davíð, ömmu og afa eða sumarið 2008. Málið er bara það að hvaða tegund á að fá sér.
Ég er búin að kynna mér mjög vel þessar tvær tegundir Griffon og Papillon og lýst vel á þær báðar en eina meira en hina. Nú langar mig að fá ykkar álit. Hvað finnst ykkur Griffon vs Papillon?
Þá skulum við byrja á Papilloninum
Lýsing Papillon (sem þýðir fiðrildi á frönsku) fékk nafnið vegna eyrnanna sem minna helst á fiðrildavængi, og þegar hann hleypur er líkt og hann blaki vængunum. Papillon er lítill og fíngerður hundur, hann er alltaf einstaklega fjörugur og vinalegur og bindur sig traustum böndum við eiganda sinn og verður stundum eigingjarn og þykist eiga hann. Hann getur laðað sig að lífi í borg sem byggð. Papillon er barngóður hundur sem auðvelt er að þjálfa, hann hefur náð góðum árangri m.a. í hundafimi. Hann er líflegur, ástúðlegur, ákafur, ávalt árvakur og nokkuð fjarlægur ókunnugum. Í nokkrum löndum er Papillon og Phaléne skilgreindir sem sama tegundin. Sú tegund er þá kölluð ,,Contiental Toy Spaniel.” Ræktunarmið þeirra er nákvæmlega það sama, nema þegar kemur að lýsingu á eyrnastöðu.
UppruniSögur segja að Dwarf Spaniel sem var uppi á 16 öld, sé forfaðir Papillon. Af feldinum og byggingu að dæma er þó líklegt að hann sé skyldur Evrópskum Spits hundum. Phaléne er eldri en Papillon sem kom fram á 19 öld og var líklega blandað við Þýska dvergspits, til að fá uppréttu eyrun. Ræktunarmiðið var viðurkennt árið 1937.
UmhirðaDagleg burstun og kembing, sérstaklega eyru, skott og buxur. Böðun reglulega, klippa þarf klær eftir þörfum
HreyfingPapillon þar meðalmikla hreyfingu, og hefur gaman af útivist.
Leyfilegir litirAllir litir leyfilegir á hvítum grunni. Hvítur litur á líkama og fótum verður að vera ráðandi. Nokkuð breið, hvít blesa er mikils metinn, en ríkjandi hvítur litur á höfði er galli. Varir, augnaumgjörð, og nef verður að vera svart.
Hæð á herðakambHámark 28 sm.ÞyngdTil eru tvö þyngdarmörk; 1.5 - 2.5 kg. Og 2.5 - 4.5 kg.
Þyngdætti að vera í samræmi við stærð.
Þá er það Griffoninn
Lýsing Líflegur, greindur, fjörugur og árvakur hundur. Griffon er skemmtilegur og kubbslegur lítill hundur. Til eru þrjú afbrigði af tegundinni, eini munurinn er hárafar og litur. Brussel Griffon og Belgískur Griffon hafar hár af miðlungslengd, og er það þétt og stíft. Litli Brabant er snögghærður. Griffon er skemmtilegur félagi, og semur yfirleitt vel við aðra hunda. Hann þolir frekar illa kalda veðráttu. Þess má geta, að í kvikmyndinni ,,As Good As It Gets" var einn af aðaleikurunum hundur af þessari tegund (Brussel Griffon afbrigðið).
Griffon er lítill félagi sem er árvakur og í góðu jafnvægi. Griffon ætti að hafa sterkleg bein, en samt sem áður að vera tignarlegur í hreyfingum. Andlitið á honum er sérkennilegt og er nokkuð mannlegt á að líta. harðger, orkumikill, líflegur og kátur. Hann verður mjög háður eiganda sínum. Árverkni gerir hann að góðum, litlum varðhundi. jafnlyndur hundur sem þarf þó ákveðna þjálfun
UppruniVinsældir tegundarinnar risu á milli heimstyrjaldanna, það voru bókstaflega þúsundir af tíkum með hvolpa, aðeins í Belgíu. Í dag hefur hann leyst af hólmi í vinsældum í nokkrum löndum, ættingja sinn Yorkshire Terrier. Þessir tegund er ein sú vinsælasta í Belgíu. Brussel Griffon er elsta afbrigðið aftegundinni. Tegundin er komin af Barbet. Lagfæringar á tegundinni byrjuðu fyrir árið 1880 í Brussel. Notaðar voru tegundirnar Affenpinscher, Franski Barbet, Yorkshire Terrier, Pug og King Charles Spaniel í Ruby lit. Brussel Griffon var fyrst sýndur í Brussel árið 1880. Fyrsta ræktunarmiðið var skrifað 1883 og því breytt árið 1904. Belgíski Griffon var talin þróaður með því að kynblanda Brussel Griffon við Pug og ef til vill einnig við litla Terrier hunda. Afbrigðið var viðurkennt árið 1908. Belgian Griffon var nær útdauður á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hann er óþekktastur af Belgísku Griffon hundunum. Augljóslega hefur Pug verið bætt við stofninn, til að fá út snögga afbrigðið, Litla Brabant.
UmhirðaBrussel og Belgian Griffon þarf að bursta reglulega og verður hann að fá fagmannlega snyrtingu á um 3 mánaða fresti. Hann er með feld sem þarf að reyta. Fylgjast þarf með augum. Fylgjast þarf með augum og fellingum í andliti. Litli Brabant þarfnast lítillar feldhirðu.
HreyfingDaglegar, meðallangar gönguferðir. Griffon líkar ekki að vera skilinn eftir einn. Hann er hentugur fyrir borgarlíf, en þolir hita ekki of vel.
Leyfilegir litirBrussel Griffon: rauðleitur-brúnn. Litlir svartir blettir á skeggi og höku eru leyfilegir. Belgian Griffon: Svartur, svartur og rauðbrúnn og samsetning af svörtum og brún-rauðleitum. Small Brabant: brún-rauðleitur og svartur og rauðbrúnn. Svört gríma í andliti er ekki galli.
Hæð á herðakambHæð ekki skilgreind.
ÞyngdÞyngd 3.5 - 6 kg
Jæja hvða segið þið
Kveð í bili
Fjóla Dögg