Monday, July 10, 2006

Helgin!

Það er búið að vera nóg þessa helgina hjá okkur Davíð og Mola. Pabbi og mamma fóru til Flórída á föstudaginn og þann sama dag komst ég að því að það myndi kosta tæplega 100.000 kr að gera við bílinn okkar hann Massa sem er náttúrulega bara geðveiki og sturlun þar sem hann er ekki nema 160. 000 kr virið alveg í lagi. Þannig að við Davíð fórum að hugsa, er ekki bara komin tími á að fá okkur nýan bíl? Við fórum að skoða og sá sem var fyrstur á listanum var Toyota Aygo. Ég fór fyrst með afa og ömmu að skoða hann og leist bara mjög vel á. Hann kosta alveg glænýr 1.389000 kr hann eyðir nánast engu eða 4,6/100km í blönduðum akstri, hann myndi ekki hækka það sem við þurfum að borga í tryggingar meira að segja lækka þær en ofan á það kemur samt kaskó sem við höfðum ekki keyft fyrir Massa. Afi og amma vildu að við keyftum 2 ára Yaris frekar en nýan vegna þess að við myndum græða mest á því, en þá fór Davíð að reikna og komst að því að það er bara ekki satt.
Ég var búin að taka ákvörðun að fara og skoða Volfswagen Fox á morgun en er svona að spá í að gera það ekki núna þar sem Hlynsi bróssi sagði að við ætum alsekki að kaupa Volfswagwen þar sem þeyr væru alltaf með einhverjar minniháttar bilanri og sætisáklæðin væru bara drasl og slitnuðu strax og einhvað fleira. En það getur samt verið að ég kíki á morgun og skoði gripinn, ég veit samt ða hann eiðir meira en Aygoinn eða 6,1/100 km í blönduðum akstri og það munar þó nokkru þegar þegar bensínið er í sögulegu hámarki. Hlynsi bróssi mælti með Hyundai Getz þannig að ég fór og skoðaði hann á netini og hann lítur mjög vel út. Hann eyðir samt meira en Aygoinn (en ég er nokkuð viss um að það er engin bíll sem nær að jafna eða toppa hann í sparnýtni) og einnig eru mjög skiptar skoðanir á honum. Ég fór á síðu þar sem hægt er að lesa skoðannir fólks á mörgum mismunandi bílum og þar voru mjög skiftar skoðanir á honum, annaðhvort mjög gott eða mjög slæmt. Ef þið eruð að leita ykkur að bíl mæli ég með þessari heimasýðu þar sem þú getur séð gagnrýnin og hina ýmsu mismunandi bíla http://www.whatcar.com/. Ég hef þetta ekki lengra að sinni læt ykkur vita hvernig málin fara.

Kveðja Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

HÆ fjóla
við guðný eigum báðar aygo (eins og þú kannski veist) og við erum svaka ánægðar með hann. Það er rosa fínt að keyra hann, sérstaklega í reykjavík en líka fínt úti á landi, og auðvitað eyðir hann mjög litlu sem er mikill kostur nú þegar bensínverðið er svona hátt. vona að þetta fari allt vel hjá ykkur.
kveðja Linda M.